fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Tuchel ætlar að losa sig við Hakim Ziyech

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 6. júní 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea ætlar að losa sig við Hakim Ziyech í sumar eftir aðeins eitt tímabil hjá félaginu. Ýmis félög á Ítalíu eru áhugasöm um kappann.

Ziyech gekk til liðs við Chelsea frá Ajax síðasta sumar og spilaði leikmaðurinn 39 leiki fyrir félagið á leiktíðinni. Leikmaðurinn skoraði 6 mörk á leiktíðinni og gaf fjórar stoðsendingar. Þrátt fyrir það átti hann erfitt með að fá fast byrjunarliðssæti hjá Chelsea eftir að Thomas Tuchel tók við stjórninni.

Hann fékk ekki tækifæri í undanúrslitunum gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu og það sama átti við um úrslitaleikinn gegn Manchester City þegar Chelsea tryggði sér Evrópumeistaratitilinn.

Samkvæmt Calciomercato hafa Napoli og AC Milan mikinn áhuga á leikmanninum og ætla sér að bjóða í hann á næstunni.

Sportsmail segir frá því að Chelsea ætli sér stóra hluti á félagsskiptamarkaðnum í sumar og mun Tuchel reyna að losa sig við að minnsta kosti ellefu leikmenn, þar á meðal Tammy, Barkley, Gilmour, Loftus-Cheek og fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“