fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Arnar Þór um framtíð Ragga Sig sem mikið er rætt um – „Ég hef samband og ræði málin við hann“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 6. júní 2021 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands ætlar að eiga samtali við Ragnar Sigurðsson á næstu vikum. Ragnar yfirgaf landsliðið í núverandi verkefni vegna persónulegra ástæðna.

Ragnar er án félags og hefur ekki spilað með félagsliði frá því í mars. Óvíst er hvaða skref Ragnar tekur á ferli sínum og þá hafa kjaftasögur verið á kreiki um að hann gæti hreinlega lagt skóna á hilluna.

„Við erum búnir að vera á fullu í þessu verkefni, við lögðum upp í þetta verkefni saman með Ragga. Við töluðum mikið við hann fyrir verkefnið,“ sagði Arnar á fréttamannafundi í dag.

Arnar Þór Viðarsson var ráðinn landsliðsþjálfari í desember

Ragnar fagnar 35 ára afmæli sínu síðar í þessu mánuði. „Hann þarf að finna út úr því hvar hans framtíð er, það er erfitt að segja fyrir mig hvernig sú staða er. Eina sem ég get sagt er að þegar Raggi er 100 prósent og er að spila sinn fótbolta sem hann getur best, þá er hann einn af okkar bestu miðvörðum.“

„Ég vona að Raggi finni sér lið og komi sér í stand, komi sér í sitt gamla form. Hvað gerðist er ómögulegt fyrir mig að segja, ég hef samband við hann eftir gluggann og ræði málin við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal vill verðlauna hann með nýjum samningi

Arsenal vill verðlauna hann með nýjum samningi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
433Sport
Í gær

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Í gær

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Í gær

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Í gær

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir