fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Skúli kominn aftur með læknaleyfi þrátt fyrir að vera undir lögreglurannsókn – Kærður fyrir manndráp eftir lát konu á HSS

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 20:51

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Sjúkrahúsið í Keflavík. Mynd: Pjetur Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Tómas Gunnlaugsson, sem sviptur var lækningaleyfi í kjölfar rannóknar Landlæknisembættisins á vinnubrögðum hans sem leiddu til láts konu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fékk starfsleyfi sitt endurnýjað hjá Landlæknisembættinu þann 12. maí síðastliðinn.

Ekki liggur fyrir hvort Skúli starfi undir eftirliti en það er ólíklegt. Mun DV leita svara við því hjá Landlækni á morgun. En á þeim tíma sem Skúli hefur verið sviptur starfsleyfi hefur hann starfað sem læknir undir eftirliti á Bráðalyflækningadeild Landspítalans.

Móðir systkinanna Guðbjörns Dan, Borghildar Hauksdóttur, Hugljúfrar Dan Hauksdóttur og Evu Hauksdóttur lést haustið 2019 eftir að hafa lagst inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Konan stóð í þeirri trú að hún væri í nokkurra daga hvíldarinnlögn enda var hún ekki dauðvona og ekki með neina lífsógnandi sjúkdóma. Skúli ákvað hins vegar að setja hana á lífslokameðferð sem hafði í för með sér að í hana var dælt miklu magni af sterkum lyfjum sem hún hafði enga þörf fyrir og hafði aldrei notað áður.

Konan þjáðist mikið vegna þessarar óþörfu lyfjagjafar, auk þess missti hún matarlyst og veslaðist upp. „Sýkingar voru ekki meðhöndlaðar með sýklalyfjum né fékk hún þann vökva sem hún þurfti. Hún var orðin alveg grindhoruð þegar hún fór. Þetta var kona sem var í góðum holdum þegar hún kom þarna ellefu vikum áður. Þannig að það var ekki haldið að henni, hvorki vökva né næringu, ekki skrýtið þó að brái hratt af fólki undir svona aðstæðum,“ sagði Borghildur Hauksdóttir, ein barna konunnar, í útvarpsviðtali um málið fyrr á árinu.

Kæra fyrir manndráp af ásetningi

Systkinin kærðu Skúla fyrir manndráp af ásetningi, þar sem þau telja hann hafa vitað vel að konan þurfti ekki á lífslokameðferð að halda en hann hafi engu að síður kosið að setja hana í sömu meðferð og dauðvona sjúklingar sem þjáist af verkjum eru settir í. Telja þau því ásetninginn vera skýran.

DV hafði samband við Evu Hauksdóttur, eina af systkinunum, og spurði hana út í gang lögreglurannsóknarinnar. Segir Eva að rannsóknin gangi hægt og erfitt sé að fá skýra upplýsingar um hana. Ræddi Eva við lögreglu á þriðjudaginn. Aðstandendur í svona tilvikum eiga rétt á að vita um gang lögreglurannsóknar en þeir hafa ekki rétt á aðgangi að rannsóknargögnum. Eva veit því ekki hverjir hafa gefið skýrslu í málinu fyrir utan að systir hennar hefur gert það. Einnig veit Eva til þess að aðstandandi annars sjúklings Skúla hefur gefið skýrslu hjá lögreglu. Eva veit ekki hvort lögregla hefur yfirheyrt Skúla en efast um það.

„Ef grunur léki á að öryrki hefði drepið lækni þá efast ég ekki um að öryrkinn yrði yfirheyrður samdægurs og settur í varðhald,“ segir Eva og er ekki sátt við seinaganginn í rannsókninni. „Ég veit líka ekki til þess að hann hafi verið settur í farbann en hann hann á bakland í Bandaríkjunum,“ segir hún ennfremur.

Eva segist ekki vita hvort nauðung í reglum krefjist þess að Skúli fái annað tækifæri eins og hér virðist hafa átt sér stað. „Ef svo er þarf að breyta reglunum,“ segir hún.

DV mun kanna málið hjá Landlæknisembættinu næstu daga.

Sjá einnig: Hafa kært lækninn Skúla Gunnlaugsson til lögreglu og vilja að andlát móður þeirra á HSS verði rannsakað sem manndráp

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd