fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Geimrusl lenti á Alþjóðlegu geimstöðinni – Gerði gat á vélmenni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 19:00

Hér sést skemmdin á vélmenninu. Mynd:NASA/CSA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið er af rusli í geimnum, allt frá stórum gervihnöttum, sem eru stjórnlausir, niður í litla hluti, sem geta verið styttri en einn cm. Allt er þetta komið frá gervihnöttum og eldflaugum sem eru notaðar til að skjóta þeim á braut. Nýlega lenti geimrusl á Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) og gerði gat á vélmennið Canadarm2 sem er í raun „handleggur“ utan á geimstöðinni.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA og kanadíska geimferðastofnunin CSA skýrðu frá þessu nýlega. Tjónið uppgötvaðist 12. maí síðastliðinn. Þetta er ekki í fyrsta eða síðasta sinn sem ISS verður fyrir geimrusli og skemmist. Það auðveldar ekki málið að erfitt er að sjá fyrir hvenær geimrusl lendir á ISS en það getur valdið miklu tjóni en sem betur fer var um lítið stykki að ræða að þessu sinni. Vélmennið er enn virkt.

Hluturinn sem lenti á ISS var undir 10 cm á lengd og því var ekki hægt að fylgjast með því á ratsjám. En svona lítið stykki getur valdið miklu tjóni því þau eru á um 25.000 km/klst og geta því farið í gegnum málmplötur. ISS er því með sérstakar varnir víða, auka veggi sem eiga að draga úr líkunum á að geimrusli fari alveg í gegn um ytri veggina.

Hættulegasta geimruslið er það sem er stærra en 10 cm en um 34.000 slíkir hlutir eru á braut um jörðina. Fylgst er með 28.600 af þessum hlutum. Hlutir, sem eru á milli 1 og 10 cm, eru um 900.000. Þegar kemur að hlutum sem eru minni en 1 cm er magnið gríðarlegt eða 128 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðirin brjáluð yfir ásökunum um kynferðisbrot – „Ekki séns í helvíti“

Móðirin brjáluð yfir ásökunum um kynferðisbrot – „Ekki séns í helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldur í sárum eftir að staðgöngumæðrastofu var lokað í skyndi og eigandinn lét sig hverfa

Fjölskyldur í sárum eftir að staðgöngumæðrastofu var lokað í skyndi og eigandinn lét sig hverfa
Pressan
Fyrir 5 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð