fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Ófarir með nýtt einbýlishús á Rjúpnahæð – Dökkir blettir mynduðust í kverkum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. maí 2021 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sjóvá-Almennar tryggingar hf. til að greiða manni sem keypti einbýlishús að Rjúpnahæð í Garðabæ 4,5 milljónir í skaðabætur. Húsið sem maðurinn keypti tilbúið undir tréverk reyndist vera með myglu og þurfti umtalsverðan kostnað til að kveða hana niður.

Kaupandinn veitti því eftirtekt að dökkir blettir mynduðust í kverkum í hornum við mót lofts og veggja. Taldi hann að um væri að ræða myndun myglu. Það var niðurstaða matsmanna að frágangur á kuldabrúm væri rangur auk þess sem hönnun gólfhitalagnar og loftræstingar væri áfátt. Samanlagt væru þetta orsakir myglunnar.

Maðurinn gerði skaðabótakröfu á hendur tryggingafélaginu, arkitekt hússins og sveitarfélaginu Garðabæ fyrir samtals um 17 milljónir króna. Maðurinn taldi arkitektinn að hluta ábyrgan fyrir þeim hönnunargöllum sem hefðu leitt til myglunnar og ábyrgð Garðabæjar lægi í því að byggingarfulltrúi hefði samþykkt hönnunina.

Málsvörn hinna stefndu var meðal annars byggð á því að ekki hefði verið um saknæmar yfirsjónir að ræða.

Í niðurstöðu sinni tók héraðsdómur mið af þeim ráðstöfunum sem þurfti til að koma í veg fyrir rakamyndun í húsinu. Virðist það verkefni viðráðanlegt.

Var niðurstaðan sú að Garðabær og arkitektinn að húsinu eru sýknir af kröfum mannsins en Sjóvá-almennar var dæmt til að greiða honum rúmlega 4,5 milljónir króna.

 

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði