fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Útvarpskona sendi út upptöku af kynlífsiðkun sinni í kynlífsklúbbi – „Einn af undarlegustu dögunum á skrifstofunni“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. maí 2021 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum sem hlustuðu á dönsku útvarpsstöðina Radio4 síðasta mánudag hefur væntanlega brugðið í brún þegar fjallað var um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum. Meðal þess var tekið fyrir í þeirri umfjöllun var heimsókn útvarpskonunnar Louise Fischer í kynlífsklúbbinn Swingerland í Ishøj í Kaupmannahöfn. Óhætt er að segja að sú heimsókn hafi ekki verið hljóðlaus. Kynlífsklúbbar höfðu verið lokaðir um langt skeið vegna heimsfaraldursins en fengu að opna á nýjan leik í byrjun vikunnar.

Fischer, sem er 26 ára, ákvað að fara ekki hefðbundna leið við vinnslu fréttarinnar og fylgjast með úr fjarlægð þegar gestir klúbbsins stunduðu kynlíf. Hún tók sjálf þátt og tók allt upp og útvarpaði og óhætt er að segja að það hafi vakið mikla athygli.

„Áður en ég vann fréttina var ég búin að hugsa um þetta lengi en ég var ekki viss um að þetta væri það sem ég vildi gera og ég ákvað að láta stemninguna á staðnum ráða. Þegar ég var komin þangað þá var þetta eins og eðlilegur hluti af þessu. Ég fékk leiðsögn um klúbbin og við áttum góðar samræður og síðan varð stemningin mýkri og síðan byrjaði einn að snerta mig og kyssa mig og síðan stunduðum við kynlíf og á meðan tók ég viðtal við hann þar til ég sagði að nú væri ég búin að fá nóg,“ hefur Ekstra Bladet eftir henni.

Þegar hún var spurð af hverju henni hefði fundist mikilvægt að fara „alla leið“ í staðinn fyrir að fylgjast bara með sagði hún að sér fyndist ekki hægt að öðlast rétta innsýn í starfsemi svona klúbbs ef bara væri staðið á hliðarlínunni og horft á.  Hún lagði einnig áherslu á að þetta hafi verið hennar hugmynd og ákvörðun. Þetta hafi verið rætt á ritstjórninni og hún hafi fengið stuðning yfirmanna en ekki hafi verið búið að taka ákvörðun um þetta fyrir fram.

Þegar hún var spurð hvernig tilfinning það væri að stunda kynlíf á meðan viðtal er tekið var svarið: „Þetta var örugglega einn af undarlegustu dögunum á skrifstofunni.“

„Það var mjög gaman að prófa þetta en það var líka erfitt að halda fullri einbeitingu. Það er þó rétt að taka fram að þetta var ekki bara karlmaður sem rak liminn upp í einhverja konu. Við áttum góðar samræður og töluðum saman á meðan. Þeir sem tóku þátt lögðu mikla áherslu á að mér liði vel. Þetta var öðruvísi upplifun en um leið mjög góð upplifun,“ sagði hún einnig.

Hér geta áhugasamir hlustað á upptökuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“