fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Sjáðu mögnuð myndbönd af hrauni byrja að renna niður í Nátthaga – Nú er stutt í Suðurstrandarveg

Heimir Hannesson
Laugardaginn 22. maí 2021 12:31

Skjáskot úr myndbandi Elvars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hraun er nú tekið að renna niður í Nátthaga. Þaðan er nokkuð greið leið fyrir hraunið alveg niður að Suðurstrandarvegi. Eins og sjá má á meðfylgjandi korti hér neðst í fréttinni er þó nokkur spotti eftir fyrir hraunið að renna áður en veginum er ógnað og ætti því einhver tími að vera til stefnu að bregðast við, sé það ætlun stjórnvalda. Varnargarðar sem reistur höfðu verið í dalnum ofan við Nátthaga brustu í nótt. Hlutverk þeirra var einmitt að hindra flæði hrauns niður í Nátthaga.

Meðfylgjandi myndbönd fangaði Elvar Þór Ólafsson, en hann var á ferð um svæðið nú í morgun. DV tók Elvar á tal. „Við vorum að labba leið A þarna að gosinu og svo ákváðum við að kíkja þarna á þessa varnargarða sem höfðu verið í umræðunni,“ sagði Elvar. Við þeim blasti þá hrauntungan á leið niður Nátthagahlíðar og náði Elvar þessum ótrúlegu myndum af flæðinu.

„Þetta er bara magnaður andskoti,“ sagði Elvar sem bersýnilega var uppnuminn af krafti náttúrunnar. Hann viðurkenndi fúslega að það hefði verið ógnvænlegt að sjá hraunið flæða þarna af svo miklum hraða og krafti. „Við fundum vel hitann af þessu.“

Þegar blaðamaður DV náði tal af honum stóð Elvar í Nátthagadal þar sem hann stóð og horfði á flæðið renna niður Nátthagahlíðar.

Myndbönd Elvars og kort af svæðinu má sjá hér að neðan. Myndböndin eru birt með góðfúslegu leyfi Elvars.

Kort af svæðinu. Græni punkturinn er Nátthagadalur, þar sem Elvar stóð og horfði á hraunið renna niður hlíðar dalsins. Bleiku punktarnir eru varnarveggurinn sem reistir voru. Rauða svæðið er svo hraunbreiðan eins og hún var í gær. Rauða punktalínan er svo gönguleiðin, A er neðri leiðin og B er efri leiðin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“