fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Nýrrar skýrslu um fljúgandi furðuhluti beðið með mikilli eftirvæntingu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. maí 2021 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa bandarísk stjórnvöld hunsað tilkynningar um dularfulla fljúgandi furðuhluti sem sáust á bannsvæðum hersins. Þau eru nú farin að viðurkenna að óþekktir fljúgandi furðuhlutir, UFO, séu í raun til. Varnarmálaráðuneytið, Pentagon, flokkar þetta sem óþekkt fljúgandi fyrirbæri.

Í nýlegri umfjöllun CNN um málið er farið yfir það sem vitað er um fljúgandi furðuhluti og þá sérstaklega í ljósi þess að í júní munu bandarísk stjórnvöld birta skýrslu um málið og verður hún opinber öllum.

Bandaríkjaher hefur nýlega staðfest að myndbönd og ljósmyndir af undarlegum fljúgandi hlutum séu ósvikin. Þetta hefur kynt undir vangaveltur um hvað Pentagon veit um slíka hluti og hvað hefur verið gert í málunum. Bent er á að enn sé of snemmt að velta fyrir sér hvort þetta séu hlutir sem koma frá öðrum plánetum. Fljúgandi furðuhlutir eru skilgreindir sem fljúgandi hlutir sem líta öðruvísi út en flugvélar sem þekktar eru hér á jörðinni og hreyfa sig öðruvísi.

En hvort það eru geimverur sem stýra þessum loftförum, eða hvað sem þetta nú er, er annað mál. En sú staðreynd að bandarísk yfirvöld hafa nú viðurkennt að fljúgandi furðuhlutir séu til vekur auðvitað upp spurninguna um hvort við séum ein í alheiminum. Luis Elizondo, sem stýrði leynilegum rannsóknum Pentagon á tilkynningum um fljúgandi furðuhluti, sagði í samtali við CNN 2017 að persónulega telji hann „mjög sannfærandi gögn liggja fyrir um að við séu ekki endilega ein í alheiminum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing