fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Nammistríðið heldur áfram

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 11:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fjallaði á dögunum um ósætti sælgætisgerðarinnar Góu og Nóa Síríus en nýlega hóf Nói Síríus sölu á svokölluðum Tromp hvellum. Það væri varla í frásögur færandi nema að varan er nánast sú sama og Appolo lakkrís bitarnir sem Góa hóf sölu á í fyrra.

Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu, sagði í samtali við DV að „þetta væri bara lélegt“ af Nóa Síríus en Appolo lakkrís bitarnir seldust mjög vel hjá Góu í fyrrasumar.

Auglýsingar frá Nóa Síríus vegna Tromp hvellanna hafa prýtt strætóskýli seinustu daga og í dag birtu bæði fyrirtæki heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu. Góa hefur einnig birt sínar auglýsingar á hinum ýmsu vefsíðum þar sem talið er niður dagana þangað til Appolo lakkrís bitarnir koma í sölu.

Umræður hafa skapast í Facebook-hópum á borð við Nammitips, en þar eru skiptar skoðanir um vörurnar tvær. Sumir segja Tromp hvellina vera betri en flestir segja lakkrísinn í þeim einfaldlega vondan og því ekki gott að borða hvellina. Þá eru skoðanir á súkkulaði sælgætisgerðanna öðruvísi en flestir eru sammála um að súkkulaði Nóa Síríus sé betra en súkkulaði Góu. Miðað við almenningsálit ættu gerðirnar að sameinast með súkkulaði frá Nóa Síríus og lakkrís frá Góu til að framleiða hið fullkomna nammi.

Norskir aðilar keyptu 80% hlut í Nóa Síríus á dögunum og skrifaði Gísli Kristjánsson pistil um þessa nýju eigendur fyrir Spegilinn á RÚV. Fyrir áttu þeir 20% hlut í fyrirtækinu og eiga Norðmenn því allt fyrirtækið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla