fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Segir starfsfólk hafa grátið undan frekum íslenskum ferðamönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 14:00

Ferðamenn við Skógarfoss. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Páll Egilsson telur að íslenskir ferðamenn hafi gengið fram af starfsfólki í ferðaþjónustu síðasta sumar með yfirgengilegri frekju. Þetta kemur fram í grein á vefnum vef Vikublaðsins sem ber yfirskriftina „Martröðin sem ekki er talað um“.

Vegna Covid ferðuðust Íslendingar meira innanlands en árin þar á undan. Egill segir að framkoma þeirra hafi verið með þeim hætti að veki kvíða hjá starfsfólki í ferðaþjónustu fyrir komandi sumri. Um þetta sé hins vegar ekki talað. Segir hann að starfsfólk hótela hafi grátið undan frekum íslenskum ferðamönnum:

„Ferðasumrinu 2020 var bjargað af ferðaþyrstum Íslendingum sem tilneyddir þurftu að ferðast innanlands með peningana sem annars hefðu farið í hanastél á Tene; en mikill fjöldi Íslendinga ferðaðist um Norðurland. Eigendur veitinga og gististaða sögðust enda ánægðir með afkomuna miðað við ástandið.

Undir niðri kraumaði þó sannleikur sem enginn þorði að segja upphátt. Sannleikur sem nú nærir ótta þjónustufólks. Svo virðist nefnilega vera sem of stór hluti Íslendinga gleymi öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. Starfsfólkið sem hafði það hlutverk að þjónusta þurftafreka Íslendinga hefur aldrei kynnst öðru eins álagi eins og síðasta sumar. Það er með ólíkindum framkoma sumra íslenskar ferðamanna. Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar. Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks. Dæmi voru um að Íslendingar hreiðruðu um sig á hótellobbíum með sínar eigin áfengisbyrgðir, djömmuðu fram í roða; og virtu að vettugi öll tilmæli starfsfólks.“

Egill segir að frekir íslenskir ferðamenn hafi líka skammað starfsfólk á bensínstöðvum og í bakaríum. Útlenskir starfsmenn hefðu verið niðurlægðir fyrir að kunna ekki fullkomna íslensku.

Egill segir:

„Það að greiða fyrir þjónustu gefur ekki frípassa á að haga sér eins og fífl. Virðing og kurteisi kostar ekkert en hagnaðurinn er ómetanlegur. Verum góð við hvert við annað.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?