fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Grunuð um að hafa myrt átta ungbörn og reynt að myrða tíu til viðbótar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 18:00

Lucy Letby. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

31 árs gamall breskur hjúkrunarfræðingur, Lucy Letby, gaf skýrslu fyrir dómara í dag en hún er ákærð fyrir morð á átta ungbörnum og tilraunir til að myrða tíu til viðbótar. Réttað verður í máli hennar á næsta ári.

Fjallað er um málið í mörgum breskum fjölmiðlum í dag.

Lucy er grunuð um að hafa myrt börnin er hún starfaði á Countess of Chester sjúkrahúsinu í Chester á Englandi. Hún lýsti hvorki yfir sakleysi né sekt við skýrslugjöfina í dag en mun svara þeirri spurningu síðar. Lucy var neitað um lausn gegn tryggingu og hefur því setið í gæsluvarðhaldi frá því hún var handtekin.

Börnin sem Lucy er sögð hafa myrt voru aðeins nokkurra daga gömul er þau týndu lífinu. Um var að ræða fimm drengi og þrjár stúlkur. Hún er einnig sökuð um að hafa reynt að myrða fimm drengi og sex stúlkur vil viðbótar. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015-2016. Lucy var fyrst handtekin vegna málsins árið 2018, síðan aftur 2019, og loks aftur í fyrra, í tengslum við rannsókn á dauða barnanna sem hófst árið 2017. Hefur hún setið í gæsluvarðhaldi síðan í fyrra.

Ljóst er að réttarhöldin yfir Lucy Letby munu vekja mikla athygli enda eru glæpirnir sem hún er sökuð um ólýsanlega hryllilegir og hún lítur sannarlega ekki út fyrir að vera morðingi. Vinir hennar segja hana hafa helgað líf sitt starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur og það hefði verið draumastarfið hennar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum