fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 10. maí 2021 21:00

Daði og Gagnamagnið. Ljósmyndari: Baldur Kristjáns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði og Gagnamagnið stigu á svið í Rotterdam í dag á fyrstu æfingunni fyrir lokakeppnina sem hefst seinna í mánuðinum. Eftir æfinguna rauk atriðið upp lista veðbankanna og eru Daði og Gagnamagnið nú númer fjögur á lista hjá þeim. Atriðið er sagt hafa 9% sigurlíkur sem verður að teljast nokkuð gott.

Það eru aðeins þrjú atriði fyrir ofan Daða hjá veðbönkum en það eru atriði Frakklands, Möltu og Sviss. Frakkar eru sagðir eiga 18% líkur á að sigra og tróna topp listans.

Frakkland – Barbara Pravi – Voilà

Það er hin 28 ára Barbara Pravi sem keppir fyrir hönd Frakka með laginu „Voilà“ en lagið fjallar um konu sem hefur falið sig í skugganum of lengi og baðað sig í óöryggi og skömm sem fylgir því að lifa hljóðlaust.

Í gegnum lagið fylgjumst við með konu sem fer úr óöryggi yfir í að vera sterk og úr sjálfsvafa yfir í að samþykkja sjálfa sig. Barbara tengir sjálf mikið við textann sem er eftir hana sjálfa og Lili Poe en hún hefur þurft að fara í gegnum heimilisofbeldi.

Malta – Destiny – Je Me Casse

Í öðru sæti hjá veðbönkum er Malta en framlag þeirra ber nafnið „Je Me Casse“ og er sungið af Destiny. Destiny er maltnesk og er fædd í ágúst árið 2002 sem þýðir að hún er aðeins 18 ára gömul.

Þó svo að titill lagsins sé á frönsku þá er lagið sungið á ensku. Titill lagsins beinþýddur er „Ég brotna“ en Je Me Casse er franskt orðatiltæki sem merkir „Ég þarf að fara“ eða „Ég er farin“. Lagið fjallar um femínisma og valdeflingu kvenna og segir Destiny okkur sögu manni sem er að reyna við konu með því að kaupa handa henni drykki og segja bólbeitur (e. pick-up line). Konan vill þó ekkert með hann hafa og vill bara dansa og hafa gaman.

Sviss – Gjon’s Tears – Tout l’Univers

Lagið sem veðbankar spá þriðja sætinu kemur frá Sviss og heitir Tout l’Univers eða „Allur alheimurinn“. Lagið er sungið af hinum 22 ára Gjon’s Tears en hann er svissneskur með ættir að rekja til Kósóvó og Albaníu. Lagið er einstaklega fallegt og sat á toppi veðbanka í langan tíma.

Lagið fjallar um að alast upp í heimi sem getur verið tómur, harkalegur og kaldur. Hann syngur um hversu erfitt það er að tína upp púsl úr farangri erfiðs lífs. Með textanum vill hann meina að allir ættu að taka áhættuna á að elska aftur, þrátt fyrir að vera særð úr fyrri samböndum.

Daði og Gagnamagnið syngja á síðara undanúrslitakvöldi Eurovision þann 20. maí næstkomandi. Skuli þau komast áfram keppa þau á úrslitakvöldinu þann 22. maí en það verður að teljast ansi líklegt miðað við stöðu lagsins í veðbönkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Í gær

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar