fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Svartbjörn varð konu að bana í Colorado – Fjórða tilfellið á 60 árum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 22:00

Svartbjörn. Mynd:US Fish and Wildlife Service

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svartbjörn varð 39 ára konu að bana í Colorado í Bandaríkjunum á föstudaginn. Þetta var í fjórða sinn síðan 1960 sem svartbjörn hefur orðið manneskju að bana í Colorado að sögn yfirvalda.

CNN segir að unnusti konunnar hafi fundið lík hennar nærri bænum Durango, sem er um 500 km suðvestur af Denver, höfuðborg ríkisins.

Maðurinn sagði lögreglunni að hann hefði komið heim klukkan 20.30 og hefði þá fundið tvo hunda parsins úti en konan var hvergi sjáanleg. Hann leitaði að henni á göngustíg þar sem hún var vön að fara í göngutúr með hundana. Þar fann hann lík hennar.

Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan fann bjarnarhár á líkinu og það bar þess merki að étið hefði verið af því.

Með aðstoð leitarhunda fundu embættismenn 10 ára birnu með tvo húna nærri staðnum þar sem líkið fannst og voru dýrin felld í varúðarskyni. Krufning á þeim leiddi í ljós að leifar af mannakjöti voru í maga birnunnar og annars húnsins.

Talið er að um 19.000 svartbirnir séu í Colorado.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“