fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Tilkynnt um mann sem lá sofandi á stýrinu í bílnum sínum – Ekki var allt sem sýndist

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 1. maí 2021 08:56

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ágætlega mikið um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Um kvöldmatarleytið var til að mynda tilkynnt um mann sem hafði verið að ógna fólki í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan kom á vettvang en maðurinn var þá enn að ógna fólki. Maðurinn var í afar annarlegu ástandi, hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til áfengið rann af honum. Þá var tilkynnt um þjófnað í tveimur verslunum í Vesturbænum í Reykjavík. Talsvert var um hávaðakvartanir og aðstoð vegna slysa og óhappa.

Í Hafnarfirðinum var tilkynnt um að ekið hafi verið á ungan dreng sem var á hjóli. „Sem betur fer virðast áverkar hafa verið minniháttar en drengurinn fluttur á slysadeild til skoðunar,“ segir lögreglan um málið. Þá var einn ökumaður stöðvaður án ökuréttinda en annar var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, sá var síðan einnig án ökuréttinda. Tilkynnt var um tvo menn sem skriðu inn um glugga í nótt. Lögreglan mætti á staðinn en sá engin ummerki um innbrot og ekkert óeðlilegt á vettvangi.

Maður nokkur vakti síðan athygli samborgara sem hringdu í lögreglu þar sem hann lá sofandi fram á stýrið í bíl sínum. Talið var að maðurinn væri ölvaður. Þegar lögreglan mætti á svæðið komst í ljós að ekki var allt sem sýndist. Maðurinn var ekki ölvaður heldur var bíllinn hans einfaldlega eldsneytislaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“