Þrjú ítölsk lið, Juventus Inter og AC Milan, ætluðu sér að ganga í Ofurdeildina frægu. Mikil óánægja með með stofnun deildarinnar bæði frá UEFA, deildunum í löndum liðanna og sérstaklega frá aðdáendum.
Til þess að tryggja að svona gerist ekki aftur hefur ítalska knattspyrnusambandið samþykkt nýja reglu sem gerir það að verkum að þau félög sem fari í nýja keppni verði bönnuð frá því að vera með í ítölsku A-deildinni.
„Þau félög sem ætla sér að taka þátt í keppnum utan við þær sem skipulagðar eru af FIFA eða UEFA munu ekki fá að taka þátt í Seria A,“ sagði forseti deildarinnar eftir fund fyrr í dag.
Inter Milan tilkynnti síðasta miðvikudag að liðið væri hætt við þátttöku í Ofurdeildinni og fylgdi þar með á eftir ensku klúbbunum sex. Tilkynningar Juventus Og AC Milan voru ekki eins skýrar en í þeim stóð að þetta hefðu verið mistök án þess þó að staðfesta að liðin væru hætt við þátttöku.