Athletic Bilbao tók á móti toppliði spænsku úrvalsdeildarinnar, Atletico Madrid, í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri Athletic en leikið var á San Mamés, heimavelli Bilbao.
Fyrsta mark leiksins kom á 8. mínútu, það skoraði Alex Berenguer þegar hann kom Athletic Bilbao yfir.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 77. mínútu þegar að Stefan Savic, jafnaði metin fyrir Atletico Madrid.
Leikmenn Athletic Bilbao, neituðu hins vegar að gefast upp. Á 86. mínútu kom sigurmark leiksins, það skoraði Inigo Martínez er hann kom Athletic Bilbao aftur yfir í leiknum.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Atletico Madrid er sem fyrr í 1. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 73 stig og tveggja stiga forskot á Barcelona sem situr í 2. sæti deildarinnar og Real Madrid í 3. sæti með 71 stig hvort.
Sevilla fylgir síðan fast á hæla hinna liðanna með 70 stig en liðið vann 2-1 sigur á Granada fyrr í dag.
Atletico Madrid og Barcelona, eiga eftir að mætast innbyrðis þann 8. maí næstkomandi.
Atletic Bilbao situr í 11. sæti með 39 stig.