fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Atletico Madrid tapaði í kvöld – Aðeins þrjú stig skilja að fyrsta og fjórða sæti

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 25. apríl 2021 20:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athletic Bilbao tók á móti toppliði spænsku úrvalsdeildarinnar, Atletico Madrid, í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri Athletic en leikið var á San Mamés, heimavelli Bilbao.

Fyrsta mark leiksins kom á 8. mínútu, það skoraði Alex Berenguer þegar hann kom Athletic Bilbao yfir.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 77. mínútu þegar að Stefan Savic, jafnaði metin fyrir Atletico Madrid.

Leikmenn Athletic Bilbao, neituðu hins vegar að gefast upp. Á 86. mínútu kom sigurmark leiksins, það skoraði Inigo Martínez er hann kom Athletic Bilbao aftur yfir í leiknum.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Atletico Madrid er sem fyrr í 1. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 73 stig og tveggja stiga forskot á Barcelona sem situr í 2. sæti deildarinnar og Real Madrid í 3. sæti með 71 stig hvort.

Sevilla fylgir síðan fast á hæla hinna liðanna með 70 stig en liðið vann 2-1 sigur á Granada fyrr í dag.

Atletico Madrid og Barcelona, eiga eftir að mætast innbyrðis þann 8. maí næstkomandi.

Atletic Bilbao situr í 11. sæti með 39 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald