fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Everton enn með í Meistaradeildarbaráttunni eftir flottan sigur á Emirates

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 21:11

Gylfi Þór Sigurðsson og Bernd Leno eftir leik. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton vann góðan 0-1 sigu á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í mörk. Bernd Leno, markvörður Arsenal, gaf þeim bláklæddu sigurinn á silfurfati.

Bukayo Saka fékk hvað besta færi Arsenal eftir tæpar 20 mínútur. Hann komst þá í góða stöðu en skaut þó beint á Jordan Pickford í marki Everton. Richarlison fékk fyrsta góða færi Everton í leiknum eftir um hálftíma leik en Leno sá við honum.

Gylfi Þór Sigurðsson, sem spilaði allan leikinn fyrir Everton, átti skot í þverslánna úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Leikmenn Arsenal héldu að þeir væru að fá vítaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks þegar brotið var á Dani Ceballos innan teigs. Dómarinn benti á punktinn en með aðstoð myndbandsdómgæslu komust dómarar að því að Nicolas Pepe hafi verið rangstæður í aðdraganda vítaspyrnudómsins. Það var tæpt eins og má sjá hér.

Everton tók svo forystuna þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Richarlison sendi þá boltann fyrir markið, beint á Leno sem missti þó boltann inn. Hræðileg mistök.

Lítið gerðist eftir þetta og fóru gestirnir frá Liverpool með flottan sigur í farteskinu frá Emirates-leikvanginum.

Everton er í áttunda sæti, þó aðeins 3 stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætinu. Arsenal er í níunda sæti, 6 stigum á eftir Everton ásamt því að hafa leikið leik meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Í gær

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“