fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Óvissa með þátttöku Kane í úrslitaleiknum – ,,Tíminn er að renna út“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 17:00

Harry Kane.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane, framherji Tottenham, er í kapphlaupi við tímann upp á að ná sér heilum fyrir úrslitaleik enska deildabikarsins gegn Manchester City á sunnudag.

Kane meiddist á ökla gegn Everton fyrir viku. Hann missti svo af leik við Southampton í kjölfarið. Hann æfði ekki með liðinu í dag. Vonir höfðu verið bundnar við að hann gæti æft í dag miðað við fréttir í morgun.

Ryan Mason, sem stýrir Tottenham út tímabilið, sagði síðdegis í dag að óvissa væri með þátttöku Kane í leiknum á sunnudag.

,,Við vitum ekki ennþá (hvort að Kane geti spilað). Hann æfði ekki með liðinu í dag en við munum sjá betur á morgun hvort við getum ekki komið honum aftur á völlinn. Það þarf að taka þetta klukkustund fyrir klukkustund. Tíminn er að renna út,“ sagði Mason.

Tottenham getur með sigri í úrslitaleiknum unnið sinn fyrsta titil síðan 2008. Leikurinn fer fram klukkan 15:30 á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina