fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Ótrúleg tölfræði um Bruno og Pogba kemur mörgum á óvart

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 11:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær bárust fréttir af því að Bruno Fernandes myndi skrifa undir nýjan samning við Manchester United ef Paul Pogba tæki sama skref.

Pogba gæti farið frá United í sumar þegar aðeins eitt ár verður eftir af samningi hans við félagið.

Gengi United með þá félaga innan vallar er hins vegar eitthvað sem forráðamenn félagsins gætu horft í, árangur United er betri þegar aðeins annar þeirra er á vellinum.

Þannig vinnur United 71 prósent leikja þegar bara annar þeirra spilar, þegar báðir eru á vellinum þá vinnur liðið 57 prósent leikja.

United skorar 2,4 mörk þegar bara annar þeirra er með en þegar bæði Fernandes og Pogba eru á vellinum skorar liðið að meðaltali 1,8 mark í leik.

Liðið fær líka á sig 1,2 mark þegar Pogba og Fernandes spila báðir en aðeins 0,4 mark þegar aðeins annar þeirra spilar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina