fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Leikmenn United voru margir skíthræddir í gær og gagnrýna gæsluna

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Manchester United voru hreinlega hræddir þegar þeir mættu á æfingu í gær, þeir telja að öryggisgæslan á æfingasvæði félagsins hafi ekki verið nógu öflug. Daily Mail fjallar um.

Stuðningsmenn Manchester United söfnuðust saman við æfingasvæði félagsins í gær til að mótmæla Glazer fjölskyldunni sem á klúbbinn. Ole Gunnar Solskjaer þurfti á endanum að koma út og róa mannskapinn niður.

Leikmennirnir telja að stuðningsmenn sem og aðrir eigi ekki að geta brotið sér leið inn á æfingasvæðið.

Amerísku eigendurnir eru taldir hafa verið arkitektar Ofurdeildarinnar sem tilkynnt var á sunnudag. Ensku klúbbarnir staðfestu allir brottför sína úr deildinni á þriðjudag eftir vaxandi neikvæða umræðu frá sjónvarpsstöðvum, aðdáendum og ríkisstjórn Bretlands.

Stuðningsmennirnir brutu sér leið inn á svæðið og stóðu við innganginn, þangað komu Solskjær, Nemanja Matic, Michael Carrick og Darren Fletcher og ræddu við þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina