fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Líst illa á nýtt keppnisfyrirkomulag Meistaradeildarinnar – „Er enginn að hugsa um okkur leikmennina?“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ilkay Gundogan, leikmaður Manchester City, segir að nýtt keppnisfyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu sé skárri kostur en Ofurdeildin en að báðir kostirnir séu vondir.

Gundogan tjáði sig um nýtt keppnisfyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu á samfélagsmiðlinum Twitter. Fleiri leikir verða spilaðir í nýja keppnisfyrirkomulaginu og Gundogan lýst ekki vel á það.

„Öll þessi umræða um Ofurdeildina en getum við plís talað um nýja keppnisfyrirkomulagið í Meistaradeild Evrópu? Það bætast við fleiri og fleiri leikir, er enginn að hugsa um okkur leikmennina?“ skrifar Gundogan á Twitter.

Hann segir nýtt keppnisfyrirkomulag skárra en Ofurdeildina en að báðir kostir séu slæmir. Það er hans mat að það þurfi ekki að breyta neinu við Meistaradeild Evrópu.

„Keppnisfyrirkomulagið í Meistaradeild Evrópu núna hefur virkað vel og þess vegna er þetta vinsælasta keppni í heimi, bæði fyrir okkur leikmennina og stuðningsmenn,“ skrifaði Ilkay Gundogan, leikmaður Manchester City.

Nýtt keppnisfyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu tekur gildi tímabilið 2024/25. Þá fjölgar liðum úr 32 upp í 36 og riðlakeppni deildarinnar verður felld niður.

Öll lið verða í sömu deild og hvert lið spilar fimm heimaleiki og fimm útileiki. Leikir verða ákveðnir eftir styrkleikakerfi og eru félög einnig metin út frá velgengni í gegnum árin.

Átta efstu lið deildarinnar komast síðan áfram í 8-liða úrslit þar sem spilað verður eftir svipuðu kerfi og við könnumst við núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal
433Sport
Í gær

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss