fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Tvö rauð í endurkomusigri Manchester City á Aston Villa

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa tók á móti toppliði Manchester City í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Villa Park. Manchester City höfðu betur í leiknum og unnu 1-2 sigur.

Peter Bankes, dómari leiksins, hafði rétt flautað leikinn af stað þegar McGinn kom heimamönnum yfir eftir góða sókn. Margir bjuggust við því að þetta myndi setja plön City í vaskinn en svo var ekki og var hreinlega eins og þeir væru móðgaðir á að fá á sig mark svona snemma og við tók mikill sóknarbolti sem skilaði árangri eftir um 20 mínútur þegar Phil Foden jafnaði metin eftir frábæra sókn. Rodri kom gestunum svo yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Á 45. mínútu fékk Stones að líta rauða spjaldið eftir tæklingu á Ramsey. Dómari leiksins hafði gefið Steina litla gult spjald en VAR snéri dómnum við og voru City menn manni færri í seinni hálfleik.

Aston Villa náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og á 58. mínútu fékk Cash sitt seinna gula spjald eftir tæklingu á Phil Foden og því var aftur jafnt í liðum. Ekki var meira skorað í leiknum og City-menn tryggðu sér því stigin þrjú.

Manchester City er í toppsætinu með 77 stig, 11 stigum á undan Man. Utd. Aston Villa er í 11. sæti deildarinnar með 44 stig.

Aston Villa 1 – 2 Manchester City
1-0 McGinn (´1)
1-1 Foden (´22)
1-2 Hernández (´40)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tsimikas að yfirgefa Liverpool

Tsimikas að yfirgefa Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
433Sport
Í gær

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum