fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Drakk fjórar dósir af orkudrykkjum á dag í tvö ár – Endaði með hjartabilun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 21:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

21 árs gamall breskur háskólanemi endaði á gjörgæsludeild eftir að hann varð fyrir hjartabilun í kjölfar mikillar neyslu á orkudrykkjum. Hann drakk fjóra orkudrykki á dag í tvö ár. Hann lá á sjúkrahúsi í 58 daga.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að maðurinn hafi drukkið fjóra hálfslítra orkudrykki á dag í tvö ár. Þetta endaði með hjartabilun og hann gat ekki lokið háskólanámi sínu. Skýrt er frá málinu í vísindaritinu British Medical Journal.

Áður en hann var lagður inn á sjúkrahús hafði hann í fjóra mánuði glímt við öndunarörðugleika og mikið þyngdartap. Hann lá á sjúkrahúsi í 58 daga, þar af um hríð á gjörgæsludeild. Læknar íhuguðu að senda hann í líffæraígræðslu því bæði hjarta og nýru höfðu skaddast.

Maðurinn átti sér enga aðra sjúkdómssögu. Orkudrykkirnir sem hann drakk daglega innihéldu 160 grömm af koffíni hver dós.

Í greininni í British Medical Journal er haft eftir honum að hann hafi glímt við sársaukafull fráhvarfseinkenni þegar hann drakk ekki orkudrykki og sagðist hann vilja sjá betri viðvaranir á umbúðum þeirra. Hann sagði að neyslan hafi valdið því að hann átti erfitt með einbeitingu, bæði hvað varðar daglegt líf og nám. Hann sagðist einnig oft hafa fengið mikinn höfuðverk og það hafi haft mjög neikvæð áhrif á daglegt líf hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma