fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Henderson boðar alla fyrirliða á fund – Deildin mótmælir

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 14:21

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson fyrirliði Liverpool hefur boðað alla fyrirliða í ensku úrvalsdeildinni á fund sinn á morgun. Ástæðan er Ofurdeildin sem rætt er um þessa dagana.

Henderson var sterkur í að tengja menn saman og ræða málin þegar COVID-19 veiran skall á, í gegnum Henderson og aðra fyrirliða var sterk samstaða á meðal leikmanna í ensku úrvalsdeildinni.

Sex ensk félög stefna á þáttöku í Ofurdeildinni og komu að stofnun hennar, deildin er gríðarlega umdeild og hafa félögin sem koma að henni setið undir hótunum síðustu daga.

Enska úrvalsdeildin fundaði í dag en aðeins fjórtán félög fengu boð á fundinn, félögin sex sem koma að Ofurdeildini fengu ekki að taka þátt í fundinum.

Að fundi loknum kom fram yfirlýsing þar sem kom fram að félögin 14 hafni þessari deild og að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir að hún fari í loftið.

12 evrópsk stórlið á knattspyrnusviðinu tilkynntu seint á sunnudagskvöld að þau hafi tekið saman höndum um stofnun Ofurdeildar, The Super League. UEFA er alfarið á móti þessu og hótaði í gær að útiloka liðin og leikmenn þeirra frá þátttöku í öllum mótum á alþjóðasviðinu. Þá hafa knattspyrnusamböndin í Englandi, Spáni og á Ítalíu hótað að reka liðin úr deildarkeppnunum þar í landi. Markmiðið með deildinni er að til verði keppni þar sem 15 lið eiga alltaf fast sæti en árlega fái 5 önnur lið aðgang að keppninni.

Þessi nýja deild hefur mætt mikilli mótspyrnu en svo virðist sem félögin ætli að standa fast á sínu og hefja leik í deildinni sem allra fyrst.

Stofnfélög deildarinnar eru:
Arsenal
Chelsea
Liverpool
Manchester City
Manchester United
Tottenham
Atlético Madrid
Barcelona
Real Madrid
AC Milan
Inter Milan
Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu viðbrögð Mbappe í gær – Allt annað en skemmt yfir þessari spurningu

Sjáðu viðbrögð Mbappe í gær – Allt annað en skemmt yfir þessari spurningu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Aftur vekur athæfi Darwin Nunez á Instagram athygli – Sjáðu myndina sem hann birti í dag

Aftur vekur athæfi Darwin Nunez á Instagram athygli – Sjáðu myndina sem hann birti í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea vonast til að geta keypt Osimhen í sumar

Chelsea vonast til að geta keypt Osimhen í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tottenham og West Ham berjast um enska landsliðsmanninn

Tottenham og West Ham berjast um enska landsliðsmanninn
433Sport
Í gær

Þetta borga liðin á Englandi í laun á þessu tímabili – United borgar 12 milljörðum meira en Liverpool

Þetta borga liðin á Englandi í laun á þessu tímabili – United borgar 12 milljörðum meira en Liverpool
433Sport
Í gær

Framkoma stuðningsmanna United í gær vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Framkoma stuðningsmanna United í gær vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið