fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Klopp í stríð við Gary Neville: „Ég veit ekki af hverju ég bý í hausnum á honum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 08:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að knattspyrnuheimurinn nötri vegna þess sem gerðist á sunnudag, tólf stór félög í Evrópu kynntu þá nýja Ofurdeild sem þau hafa stofnað. Deildin muna gefa þessum félögum mikla fjármuni í vasann en stefnt er að því að hafa 15 lið föst í deildinni, sem aldrei munu falla úr deildinni.

Margir óttast að þetta skemmi fótboltann og hafa kröftug mótmæli átt sér stað, fólkið vill stoppa þessi áform félaganna.

Á sunnudag var Gary Neville sérfræðingur Sky Sports í beinni útsendingu og gagnrýndi Manchester United og Liverpool mest, Neville lék lengi fyrir United. Hann talaði um You’ll Never Walk Alone stuðningslag Liverpool en það virðist hafa pirrað Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.

Klopp og Neville hafa í nokkur skipti eldað grátt silfur og virðist Klopp vera ansi illa við Neville. „Gary Neville talar um You’ll Never Walk Alone, það gæti að vera bannað,“ sagði Klopp eftir jafntefli gegn Leeds í gær.

Klopp sagðist vera á móti stofnun Ofurdeildarinnar en eigendur Liverpool höfðu ekki rætt neitt við hann áður en þessa nýja deild var kynnt.

„Við eigum rétt á því að syngja þetta lag, þetta er okkar lag og hann skilur það ekki einu sinni. Ég vil ekki sjá svona hluti.“

„Ég skil alla umræðuna og ég er ekki sáttur heldur, en ég tala ekki um önnur félög. Þú getur haft skoðanir en ég myndi vilja sjá Gary Neville í stöðu þar sem ekki mestu fjármunirnir eru. Hann var hjá Manchester United og Sky. Ekki gleyma því að við höfum ekkert með þetta að gera, við erum í sömu stöðu. Við fáum bara upplýsingar og eigum svo að spila fótbolta.“

Getty Images

Neville svaraði fyrir sig:

Neville var fljótur að svara fyrir sig á Sky eftir leikinn. „Af hverju er þetta ekki sanngjarnt? Ég hef oft gagnrýnt Liverpool í gegnum árin en í gær snérist þetta ekkert um að gera lítið úr Liverpool,“ sagði Neville.

„Ég veit ekki af hverju ég bý í hausnum á honum, ef ég á að vera heiðarlegur. Ég veit ekki af hverju þetta pirraði hann.“

„Í gær var ég að ræða um fótboltann og sagði að mestu vonbrigðin fyrir mig væru Manchester United og Liverpool, ég veit ekki hvert vandamál Klopp er.“

„Hann talar um að sitja í erfiðu sæti, ég var í 25 ár hjá Manchester United og 11 ár hjá Sky og ég hef lagt mikið á sig. Ég hef ekki bara fengið þetta upp í hendurnar og farið þar sem mestu peningarnir eru.“

„Ég hafði ekki val, Sir Alex Ferguson rétti mér ekki samning á hverju ári. Ég er með 600 starfsmenn í Manchester og reyni að sjá um þau í gegnum heimsfaraldur, er það ekki nógu erfitt sæti að sitja í?.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag staðfestir að hann hafi ekki fengið sinn mann – ,,Ef þú vilt spila eins og Ajax þá þarftu svona leikmann“

Ten Hag staðfestir að hann hafi ekki fengið sinn mann – ,,Ef þú vilt spila eins og Ajax þá þarftu svona leikmann“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu
433Sport
Í gær

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“
433Sport
Í gær

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“
433Sport
Í gær

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar
433Sport
Í gær

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við