fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Ný rannsókn – Niðurgangssjúkdómur smitast einnig við kynmök

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamfýlóbakter er baktería sem kemst öðru hvoru í fréttirnar þegar hún finnst í matvælum eða veldur slæmum veikindum hjá fólki sem hefur orðið fyrir því óláni að komast í snertingu við hana. Hún er algengari en salmonella. Hún veldur sýkingu í maga og þörmum og slæmum niðurgangi. Nú hefur rannsókn vísindamanna við dönsku smitsjúkdómastofnunina, SSI, leitt í ljós að bakterían smitast við kynmök.

Í fréttatilkynningu frá SSI kemur fram að bakterían geti smitast við kynmök og þá aðallega hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.  Steen Ethelberg, hjá SSI, segir að ein af ástæðunum fyrir að svo erfitt sé að berjast gegn bakteríunni sé að hún virðist smitast á svo margvíslegan hátt. Hann segir að nú hafi enn eitt púslið fundist í heildarmyndina því smit séu mun algengari hjá körlum sem stunda kynlíf með körlum en hjá öðrum.

Vísindamennirnir rannsökuðu tvo hópa fullorðinna karlmanna. Þátttakendur í öðrum hópnum höfðu áður verið með kynsjúkdóm og stunda kynlíf með körlum. Í hinum hópnum voru karlar sem voru valdir með tilviljanakenndu úrtaki úr þjóðskrá. Í ljós kom að bakterían var 14 sinnum algengari í fyrri hópnum en samanburðarhópnum.

Ethelberg segir að þrátt fyrir að rannsóknin hafi beinst að körlum sem stunda kynlíf með körlum þá séu niðurstöðurnar einnig mikilvægar fyrir aðra þjóðfélagshópa sem stunda kynlíf þar sem hætta er á að fólk komist í snertingu við saur.

SSI leggur áherslu á að flestir sem smitast af kamfýlóbakter smitist af mat en ekki kynmökum. Helsta smitleiðin er með kjúklingi sem er ekki nægilega vel eldaður. Einnig getur smit borist ef vökvi úr hráu fuglakjöti blandast við aðra matvöru. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að bakterían getur smitast með drykkjarvatni, ógerilsneyddri mjólk og beint frá náttúrunni, til dæmis þegar fólk syndir í vatni utanhúss eða börn leika sér í sandi eða leðju. Gæludýr geta einnig borið bakteríuna og smitað fólk af henni.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Emerging Infectious Diseases.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað