fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Tíu ára barn hársbreidd frá alvarlegu slysi á Akureyri

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 21:45

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlega sorglegt atvik hefði getað átt sér stað á Akureyri í dag, þegar að tíu ára barn missti stjórn á rafskútu, en hársbreidd munaði á að það lenti fyrir bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Akureyri.

Rafskútan var á vegum rafskútuleigunnar Hopp, en samkvæmt reglum fyrirtækisins þurfa leigutakar að var eldri 18 ára eða eldri. Barnið var þó líkt og áður segir einungis tíu ára.

Barnið hafði ekki fulla stjórn á hjólinu og var togað út á götu þar kom bíll á 50 kílómetra hraða, en samkvæmt tilkynningunni munaði ansi litlu á því að ekið yrði á barnið.

Fólk sem varð vitni að þessu varð fyrir miklu áfalli, en fram kemur að ekki þurfi að fjölyrða um hvað hefði getað gerst ef illa hefði farið.

Lögregla vill brýna fyrir foreldrum að ræða mál sem þessi við börnin sín og brýna fyrir þeim að þau megi ekki leigja svona hjól.

Tilkynning lögreglu var eftirfarandi:

Nú í dag barst okkur tilkynning um að barn hefði verið á rafskútu (rafmagnshlaupahjóli) hjólaleigunnar Hopp sem var að opna leigu hér á Akureyri. Alla jafna telst það ekki til tíðinda að barn sé að hjóla á rafskútu. Eins er opnun þessarar leigu hér á Akureyri bara hið besta mál, fari leigutakar að reglum fyrirtækisins. Skv. reglum Hopp þurfa leigutakar að vera 18 ára og eldri til að mega leigja hjól. Viðkomandi barn var um 10 ára gamalt. Það sem gerðist var að barnið gat ekki valdið hjólinu að fullu vegna stærðar og þyngdar og við gangbraut eina hér í bæ, gerðist það að hjólið fór af stað og togaði barnið út á götuna og hársbreidd munaði að bifreið yrði ekið á barnið og þeirri bifreið var ekið á umferðarhraða, 50 km mv. klukkustund. Vegfarendur sem þetta sáu var mikið niðri fyrir vegna þessa atviks og í áfalli. Það þarf ekki að fjölyrða um hvað hefði getað gerst ef illa hefði farið. Því viljum við beina þeim vinsamlegu tilmælum til foreldra að ræða þetta við börn sín, brýna fyrir þeim að þau megi ekki leigja þessi hjól og eins að gæta ávallt varúðar við hjólreiðar, nota alltaf reiðhjólahjálma. Með vinsemd og virðingu og von um að allt gangi sem best

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum