fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Eftir erfiða tíma eru Rússar agndofa eftir þessar brellur Arnórs Sig

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar voru agndofa yfir tilþrifum Arnórs Sigurðsonar á mánudag þegar Arnór var í byrjunarliði síns liðs, CSKA Moskvu, sem lagði Rodor Volgograd í rússnessku úrvalsdeildinni. Hann lagði upp mark í leiknum.

CSKA vann leikinn 2-0. Arnór lagði upp fyrra mark liðsins en það kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Hörður Björgvin Magnússon, sem er einnig á mála hjá CSKA, gat ekki spilað í dag þar sem hann er meiddur á hásin og verður frá í nokkra mánuði.

Lið þeirra er í fjórða sæti deildarinnar með 46 stig. Spartak og Lokomotiv Moskva hafa einu stigi meira í sætunum fyrir ofan þegar fimm umferðir eru eftir. Annað sætið veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni svo það er að miklu að keppa.

Arnór var valinn í lið umferðarinnar en hann hefur verið að fá fleiri tækifæri síðustu vikur eftir að hafa upplifað erfiða tíma og mikla bekkjarsetu.

Tilþrif Arnórs sem rædd eru á kaffistofum í Rússlandi þessa dagana má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum