fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

„Þetta með Janssen eru ekki góðar fréttir,“ segir heilbrigðisráðherra

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 16:30

Þórólfur Guðnason og Svandís Svavarsdóttir semja regluverkið í kringum takmarkanir. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frestað verður bólusetningum með Janssen-bóluefni Johnson & Johnson vegna tilkynninga frá Bandaríkjunum um blóðtappa. Sex konur á aldrinum 18-48 ára hafa fengið blóðtappa eftir bólusetningu þar í landi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að beðið verði með það að nota bóluefnið þar til betri upplýsingar séu til staðar. Ekki er víst hversu lengi beðið verður.

Von er á 4.800 skömmtum af bóluefni Janssen í mánuðinum. Aðspurður segir Þórólfur að þetta gæti sett strik í reikninginn varðandi bólusetningar.

„Ef niðurstaðan verður sú að það verður ekki ráðlagt að nota bóluefnið mun það svo sannarlega gera það. Ég vona að það verði ekki nein töf þó við stoppum notkunina í einhverjar vikur. Ef endanlega niðurstaðan verður hins vegar sú að það sé ekki þorandi að nota bóluefnið mun það setja strik í reikninginn,“ segir Þórólfur.

„Þetta með Janssen eru ekki góðar fréttir,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í viðtali á Rás 2 rétt í þessu. Ekki er vitað hvenær niðurstöður rannsókna liggja fyrir svo hægt sé að byggja ákvörðun um að heimila notkun á lyfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma
Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 6 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar