fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Ingvar Árni fer inn í níu mánuði vegna undirheimauppgjörs – Skotför fundust á BMW bifreið

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 10:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Ingvar Árna Ingvarsson í níu mánaða fangelsi fyrir hættubrot, en þann 9. mars 2019 beindi Ingvar skammbyssu af gerðinni Ruger út um glugga heimili síns og hleypti af fjórum skotum í átt að tveim mönnum sem þar stóðu. Á meðan Ingvar skaut að þeim leituðu mennirnir skjóls á bílastæði fyrir utan heimili ákærða.

DV sagði ákærunni í október á síðasta ári.

Þá var Ingvar í sama máli sakfelldur fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot, en ári fyrir skotárásina fundu lögreglumenn umtalsvert magn af amfetamíni, kókaíni, e-pillum, sterum, íblöndunarefni, afsagaða haglabyssu og hvellbyssu auk skotfæra í vopnin á heimili Ingvars.

Meðal gagna í málinu var svarthvít myndbandsupptaka þar sem sjá mátti mennina tvo koma á svæðið með leigubíl og láta illum látum fyrir utan heimili Ingvars. Segir í dómnum að þeir virtust vera að kasta hlutum að eða í húsið, láta dólgslega og sparka í bifreiðir á svæðinu. Um sjö mínútum síðar, segir jafnframt í dómnum, sáust mennirnir „taka viðbragð“, annar þeirra hljóp út í myrkrið en hinn skýldi sér fyrst á bak við bíla á bílastæðinu, áður en hann svo fylgdi félaga sínum af vettvangi.

Við rannsókn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fundust skotför í BMW bifreið sem renndi stoðum undir frásögn mannanna af atburðum. Þá fundust strokför eftir hendi á bílunum auk þess sem bjórflaska og jakki fundust á götunni við bílana. Þótti það renna stoðum undir þá sögu mannanna að þeir hefðu þurft að forða sér í flýti af vettvangi.

Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði Ingvar að mennirnir hefðu haft í hótunum við sig og að kveikt hefði verið í húsi hans árið áður. Sagði Ingvar þá fyrir dómi að þegar unnusta sagði honum frá því að þessir sömu menn væru nú staddir fyrir utan heimili hans hefði hann gripið skammbyssuna umræddu, beint henni út um glugga og miðað á skjólvegg fyrir utan húsið hans. Ætlunin, sagði Ingvar, var aldrei að valda tjóni.

Annar mannanna sem skotið var að sagði fyrir dómi að augljóst væri að Ingvar hefði miðað byssunni að sér. Þegar hann faldi sig á bak við jeppabifreið skaut Ingvar að bifreiðinni og sagðist maðurinn hafa heyrt skotin lenda í bifreiðinni þar sem hann faldi sig. „Vitnið hefði heyrt dynk í bifreið þegar byssukúla lenti á henni. Þá hefði ákærði kallað út um gluggann að þeir yrðu drepnir,“ segir í lýsingu á vitnisburði mannsins í dómnum.

Hinn maðurinn sagðist lítið muna eftir atvikunum umræddu, „þau væru öll í móðu hjá honum.“

Við ákvörðun níu mánaða fangelsisrefsingar leit dómarinn meðal annars til þess að Ingvar ætti langan sakaferil að baki, en hann hefur meðal annars verið dæmdur fyrir hótanir, ólögmæta nauðung og fíkniefnalagabrot. Þá var hættustig og grófleiki brotsins einnig metið til refsiþyngingar. Til málsbóta horfði þó, við ákvörðun refsingarinnar, að Ingvar hafi greint satt og rétt frá atvikum er vörðuð hluta ákærunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“