fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Trump kallar Mitch McConnell „heimskan tíkarson“ í eldræðu sinni í Mar-a-Lago – Grunnur lagður að framboði 2024?

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 19:00

Meðan allt lék í lyndi hjá McConnell og Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump fór mikinn í ræðu sinni á fundi Repúblikana sem haldinn var á heimili hans í Mar-a-Lago í Flórída í gærkvöldi. Réðst Trump af mikilli hörku á flokksfélaga sína og kallaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings meðal annars tíkarson.

Politico sagði frá.

Hefur Politico eftir viðstöddum að Trump hafi vikið frá fyrir fram skrifuðu handriti 50 mínútna langrar ræðu sinnar og eytt þó nokkrum mínútum í að úthúða flokksfélögum sínum í þinginu. Hann sagðist jafnframt „vonsvikinn“ með Mike Pence, en Pence var varaforseti í forsetatíð Trumps. Pence snerist gegn Trump á lokametrum forsetatíðarinnar eftir að óeirðaseggir brutust inn í þinghúsið að áeggjan forsetans. Þá mætti Pence í innsetningarathöfn Joe Biden, rétt rúmum tveim vikum eftir árásina á þinghúsið, en Trump lét sig hverfa úr Washingtonborg til Flórída þar sem hann hefur haldið síðan í janúar.

Trump mun þá jafnframt hafa gert grín að Anthony Fauci, læknisins sem leiddi viðbrögð bandarískra sóttvarnayfirvalda gegn Covid-19 faraldrinum, vænt Biden um kosningasvindl og gert lítið úr eiginkonu Mitch McConnell, sem gegndi stöðu samgönguráðherra en sagði starfi sínu lausu í kjölfar árásarinnar á þinghúsið.

Donald Trump er nú á fullum snúning að safna fé í kosningasjóð sinn sem hann notar jafnframt til þess að styðja við bakið á öðrum frambjóðendum, en Repúblikanar eiga mikið undir í kosningunum 2022. Þá er það jafnframt mikilvægt að Trump sé sýnilegur í þeim kosningum ætli hann sér að sækjast á ný eftir útnefningu Repúblikana fyrir forsetakosningarnar árið 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Í gær

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 5 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur