fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Pressan

Þess vegna ælir fólk þegar það er með timburmenn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 22:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glímir þú við slæma timburmenn eftir áfengisdrykkju? Áttu þá til að æla? Því lenda sumir í en hvað veldur þessu?

Það að fólk ælir þegar það er með timburmenn er aðferð líkamans til að segja að eitthvað sé að. Áfengið er farið úr líkamanum þegar timburmenn gera vart við sig en úrgangsefnin eru þar enn. Æluþörfin kemur af því að líkaminn vill segja að það sé eitthvað að, það er eitthvað óeðlilegt í maganum. Þetta hefur videnskab.dk eftir Janne Tolstrup, hjá dönsku lýðheilsustofnuninni.

Hún sagði að það væri rétt að reykingar geri timburmenn enn verri en margir telja sig hafa reynslu af því. Hún sagði að það væri í raun verið að eitra fyrir líkamanum með reykingum og hann þurfi að bregðast við að brjóta eiturefnin niður og losa líkamann við þau. Hún sagði að ekki hafi verið gerðar stórar rannsóknir á tengslum reykinga og timburmanna en flest bendi til að reykingar geri timburmenn verri, sérstaklega fyrir þá sem ekki reykja daglega.

Hún sagðist ekki vita um neina aðferð til að losa algjörlega við að fá timburmenn en það sé hægt að draga úr þeim með því að drekka mikið af öðrum vökva en áfengi. Þannig sé komið í veg fyrir að líkaminn ofþorni. Sjálf sagðist hún gæta þess að drekka einn lítra af vatni áður en hún fer að sofa eftir að hafa neytt áfengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Í gær

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið