fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sigríður hjólar í Kára vegna Kastljóssþáttarins – „Kjaftfor auðkýfingur á áttræðisaldri“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 23:50

Samsett mynd - Sigríður og Kári

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kastljósþáttur kvöldsins vakti mikla athygli. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur, en þau ræddu um baráttuna við COVID-19.

Sjá einnig: Kári drullaði yfir Brynjar „Trump“ Níelsson í beinni útsendingu – „Mér finnst það mjög ljótt“

Eftirminnilegasta augnablik þáttarins var án efa þegar Kári var spurður út í utanlandsferðir. Þá nýtti hann tækifærið til að láta Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, heyra það, en utanlandsferð Brynjars hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum. Kári uppnefndi Brynjar og líkti honum við Donald Trump, auk þess sem hann hélt því fram að framkoma hans gagnvart íslensku samfélagi væri ruddaleg.

„Ég heyrði að Brynjar Trump Níelsson hefði látið heyra frá sér á Spáni. Þar hafi hann farið og átt ekkert erindi til útlanda og var þar með að reka fingur framan í sóttvarnaryfirvöld. Sem mér finnst heldur vafasamt af kjörnum fulltrúa þjóðarinnar. Mér finnst það ruddaleg aðferð við að hundsa hagsmuni samfélagsins. Hundsa að tilraunir sóttvarnaryfirvalda til að hlúa að heilsu fólks í landinu. Mér finnst það mjög ljótt.“

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, var ekki parsátt með framgöngu Kára gagnvart flokksbróður sínum. Í færslu sem hún birti á Twitter í kvöld breytti sneri hún líkingunni við og líkti Kára við fyrrverandi Bandaríkjaforseta þar sem þeir væru báðir „kjaftforir auðkýfingar á áttræðisaldri“.

Sigríður og Brynjar hafa í baráttunni gegn kórónuveirunni líklega verið helstu andlit slakari sóttvarnaraðgerða. Kári hefur aftur á móti verið eitt helsta andlit frekari aðgerða.

Sigríður var þó ekki eina manneskjan sem tjáði sig um kastljósþáttinn á samfélagsmiðlinum TwitterSiffi G, einn helsti tístari landsins, sagðist til að mynda vera tilbúinn í deilur á milli Brynjars og Kára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi