fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Björgólfur ekki lengur eini Íslendingurinn á lista Forbes

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Thor Björgólfsson var lengi vel eini Íslendingurinn sem metinn er á yfir milljarð Bandaríkjadala eða rúmlega 126 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt nýjustu útgáfu Forbes-tímaritsins er Björgólfur númer 1.444 á listanum yfir ríkasta fólk heims.

Bjórgólfur fellur um 381 sæti á milli ára en samt sem áður hafa auðæfi hans aukist um 100 milljónir dala og eru eignir hans metnar á 2,2 milljarða Bandaríkjadala í ár. Á árunum fyrir hrun var Björgólfur metinn á 3,5 milljarða dala en hann tapaði flest öllum auðæfum sínum í hruninu.

Nýliði á listanum er Davíð Helgason, einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Unity. Eigur hans er metnar á sléttan milljarð Bandaríkjadala og situr hann í sæti númer 2.674. Nýlega var fyrirtæki hans skráð á hlutabréfamarkað og við það jókst virði hluta Davíðs í fyrirtækinu.

Davíð Helgason

Efstur á listanum þetta árið er Jeff Bezos, stofnandi Amazon, en hann er metinn á 188,5 milljarða dala. Á eftir honum koma þeir Elon Musk, Bernard Arnault, Bill Gates og Mark Zuckerberg en þeir eru allir metnir á yfir 100 milljarða dala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum