fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

10 hlutir sem ættu bara alls ekki að vera til

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlar eru góður staður til skoðanaskipta og eiga sér þar gjarnan stað líflegar umræður um mikilvæg málefni í heiminum þar sem flestar skoðanir eru viðraðar, gagnrýndar, rökstuddar og þar eftir götum.

Þar má þó einnig finna önnur umræðuefni sem engu að síður eru áhugaverð og gefa lífinu lit. Eitt vinsælt myllumerki á miðlinum Twitter er #stuffthatshouldnotexist eða „Hlutirnir sem ættu ekki að vera til“. Þar deila notendur færslum um hluti, staði og jafnvel fólk sem að þeirra mati gera heiminn ekki að betri stað.

1 Teppalögð baðherbergi

Af hverju í ósköpunum myndi einhver teppaleggja baðherbergi? Það getur ekki verið hollt heilsunni. Aðeins skárri var nú tískan hér áður fyrr þar sem allir þurftu að eiga klósettmottu og baðherbergismottu í stíl en blessunarlega eru flestir búnir að láta af slíku hátterni í dag.

2 Fjarstýringahetta

Það er erfitt að ímynda sér hvernig lífi aðilinn sem fann þetta upp lifir. Í fyrsta lagi að eiga það margar fjarstýringar að þurfa hettu til að koma skipulagi á þær og í öðru lagi að lausnin á fjarstýringavandanum sé að festa þær á höfuðið.

3 Þessi Nicolas Cage púði

Margir voru sammála því að þessi púði ætti ekki að vera til. Blaðamaður sér þó ekkert að honum og telur heiminn jafnvel ögn betri með þessum valkosti.

4 Þessi hugmynd – að breyta dúkkuhaus í lampa

Þetta er nú bara truflandi. Nema á Hrekkjavökunni eða ef þú ert meðlimur Adams fjölskyldunnar. Geturð þú ímyndað þér að vakna á nóttunni og þetta er það eina sem þú sérð við hliðina á þér?

Að sama bragði töldu netverjar að ógnvekjandi tuskudýr séu ekki heiminum til bóta

5  Jólamatur í dós

Ehhh…. nei takk.

6 LED aðalljós

Hvaða gagn er af því að hafa ljós framan á bíl ef þau blinda þá sem keyra á móti þér í umferðinni. Ef út í það er farið þá er hálf vonlaust orðið að keyra í dag þar sem annar hver bíl getur komið af stað mígreniskasti hjá saklausum ökumönnum í myrkrinu.

7 Rassaskraut fyrir ketti

Já þetta er til. Nei við erum ekki að grínast. Það hugsaði einhver að afturendi katta sé ekki mönnum bjóðandi og fann því upp á rassahlíf. Oftast með gervidemant. Því auðvitað er það eðlilegra en að sjá kattarass.

8 Crocs hælar

Það þarf ekkert að skammst sín fyrir að ganga í Crocs-skóm. Þeir eru þægilegri og vinnudagurinn er oft löng ströng raun fyrir iljarnar. En að skella hæl undir þá? Hvaða tilgangi þjóna þeir þá?

9 Þessi hundataska

Sú vísa er aldrei of oft kveðin að gæludýrin okkar eru ekki fylgihlutir. Sumir hundar eru litlir og fara vel í tösku en þetta er of mikið. Þarna er bókstaflega búið að breyta vesalings dýrinu í hliðartösku og þetta getur ekki verið dýrinu gott.

10 Augnhár fyrir bíla

Netverjar eru ekki allir hrifnir af augnhárum fyrir bíla. En það má þó deila um það. Stundum á bílinn skilið að vera sætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Í gær

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“