fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Danska ríkisstjórnin vill taka upp bíllausa sunnudaga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 23:30

Frá Kaupmannahöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin hefur viðrað hugmyndir um að heimila borgaryfirvöldum í Árósum og Kaupmannahöfn að taka upp bíllausa sunnudaga. Hugmyndin er að borgaryfirvöld fái fullt sjálfstæði í málinu og geti bannað alla umferð vélknúinna ökutækja á sunnudögum.

Til að af þessu verði þarf að gera breytingar á umferðalögunum og einnig þarf ríkisstjórnin, sem er minnihlutastjórn, að tryggja sér stuðning á þingi fyrir þessari tillögu.

Benny Engelbrecht, samgönguráðherra, segir að hugmyndin sé að í borgunum verði hægt að banna bílaumferð á milli klukkan 9 og 20 á sunnudögum og sé þessari hugmynd beint að tveimur stærstu borgum landsins, Kaupmannahöfn og Árósum. „Við viljum veita borgunum tækifæri til að hafa sunnudagana öðruvísi og nýta plássið á nýjan hátt,“ sagði Engelbrecht um þessar hugmyndir. Hann lagði áherslu á að það verði borgaryfirvöld sem ráði hvort heimildin verði nýtt ef hún verður sett inn í umferðarlögin.

Hann sagði að þó að hugmyndin sé aðallega hugsuð í tengslum við Kaupmannahöfn og Árósa sé ekki útilokað að í Óðinsvéum og Esbjerg verði einnig gripið til þess að banna bílaumferð á sunnudögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni