fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Sputnik V bóluefnið verður ekki keypt hingað til lands nema Lyfjastofnun Evrópu samþykki bóluefnið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. mars 2021 09:58

Rússneskur vísindamaður með Sputnik V bóluefnið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki kemur til greina að heimila notkun Sputnik V bóluefnisins, sem er rússneskt, hér á landi fyrr en Lyfjastofnun Evrópu hefur samþykkt bóluefnið. Þetta segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í reglugerð ESB frá í fyrradag um heimildir til útflutnings á bóluefni komi fram að viðvarandi skortur sé á bóluefnum gegn COVID-19 og fari hann frekar versnandi en hitt vegna erfiðleika lyfjafyrirtækja í tengslum við framleiðsluna.

Þann 10. apríl fara sérfræðingar frá Lyfjastofnun Evrópu til Rússlands til að meta gögn um Sputnik V. Bóluefnið er nú þegar notað í löndum utan Rússlands, þar á meðal í Ungverjalandi og Serbíu. Þýskaland hefur hvatt ESB til að semja um kaup á Sputnik V.

Samkvæmt því sem Rúna Hauksdóttir Hvannberg segir þá er ekki líklegt að hægt verði að leysa bólusetningarvandann hér á landi með Sputnik V fyrr en Lyfjastofnun Evrópu gefur bóluefninu grænt ljós. „Við höfum engar forsendur til þess, þetta er í áfangamati núna hjá evrópsku lyfjastofnuninni og það byrjaði í upphafi þessa mánaðar. Síðan er ferlið þannig að þau leggja síðan inn umsókn um markaðsleyfi og þá liggja tímalínur svolítið betur fyrir,“ er haft eftir Rúnu.

Hún sagði að Ísland sé ekki háð Lyfjastofnun Evrópu um veitingu markaðsleyfa fyrir ný lyf en forsenda fyrir því sé að hafa rannsóknarstofu sem geti sannreynt loturnar, hverja fyrir sig. „Þetta er breska lyfjastofnunin sem hefur veitt neyðarleyfi fyrir tvö lyf áður en markaðsleyfi hjá evrópsku lyfjastofnuninni var gefið. Það er náttúrulega gífurlega stór lyfjastofnun sem hefur miklar forsendur til þess að meta lyfið, þau lyf voru náttúrulega framleidd annars vegar hjá þeim og hins vegar í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem eru gagnkvæmar viðurkenningar. Það er náttúrulega bara aðalatriðið að þú vitir hvað þú ert að samþykkja og hafir forsendur til þess að sannreyna það,“ er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós