fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
433Sport

Undankeppni HM: Belgar komu til baka gegn Wales – Tomas Soucek var í banastuði gegn Eistlandi

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 21:47

Belgar fagna marki gegn Wales í kvöld / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undankeppni Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Katar árið 2022 hófst í dag með mörgum leikjum. Hér verður farið yfir helstu úrslit en neðar í fréttinni má finna öll úrslit kvöldsins ásamt markaskorurum.

Portúgal með Cristiano Ronaldo í fararbroddi, hóf undankeppnina á 1-0 heimasigri gegn Azerbaijan, heldur torsóttur sigur fyrir heimamenn en þrjú stig komin í hús hjá Portúgal. Eina mark leiksins var sjálfsmark en það var Maksim Medvedev, leikmaður Azerbaijan, sem varð fyrir því óláni að skora það.

Í sama riðli vann Serbía 3-2 sigur á Írlandi en Aleksandar Mitorvic gerði tvö af þremur mörkum Serba í leiknum.

Í D riðli gerðu Frakkland og Úkraína 1-1 jafntefli á Stade de France í Parísarborg. Antoine Griezmann kom Frakklandi yfir á 19. mínútu en sjálfsmark Presnel Kimpembe, varnarmanns Frakklands, sá til þess að Úkraína tryggði sér gott útivallarstig.

Í E-riðli vann Belgía góðan sigur á Wales, þeir velsku komust yfir í leiknum með marki frá Harry Wilson á 11. mínútu en mörk frá Kevin De Bruyne, Thorgan Hazard og Romelu Lukaku tryggði Belgíu 3-1 sigur.

Í sama riðli tóku Eistar á móti Tékkum. Átta mörk voru skoruð í leiknum sem endaði með 6-2 sigri Tékklands. Tomas Soucek, leikmaður West Ham, var í banastuði í leiknum og skoraði þrennu.

Fyrr í dag vann Tyrkland sterkan 4-2 sigur á Hollandi í G-riðli og í sama riðli unnu fyrrum lærisveinar Lars Lagerback í Noregi, 3-0 sigur á Gíbraltar.

Öll úrslit kvöldsins og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

A-riðill
Portúgal 1 – 0 Azerbaijan 
1-0 Maksim Medvedev (’36, sjálfsmark)

Serbía 3 – 2 Írland 
0-1 Alan Browne (’18)
1-1 Dusan Vlahovic (’40)
2-1 Aleksandar Mitrovic (’69)
3-1 Aleksandar Mitrovic (’75)
3-2 James Collins (’86)

D-riðill
Finnland 2 – 2 Bosnía og Herzegovina 
0-1 Miralem Pjanic (’55)
1-1 Teemu Pukki (’58)
2-1 Teemu Pukki (’77)
2-2 Miroslav Stevanovic (’84)

Frakkland 1 – 1 Úkraína 
1-0 Antoine Griezmann (’19)
1-1 Presnel Kimpembe (’57)

E-riðill 
Belgía 3 – 1 Wales 

0-1 Harry Wilson (’11)
1-1 Kevin De Bruyne (’22)
2-1 Thorgan Hazard (’28)
3-1 Romelu Lukaku (’73)

Eistland 2 – 6 Tékkland 
1-0 Rauno Sappinen (’12)
1-1 Patrik Schick (’18)
1-2 Antonin Barak (’27)
1-3 Tomas Soucek (’32)
1-4 Tomas Soucek (’43)
1-5 Tomas Soucek (’48)
1-6 Jakub Jankto (’56)
2-6 Hanri Anier (’86)

G-riðill 
Tyrkland 4 – 2 Holland 

1-0 Burak Yilmaz (’15)
2-0 Burak Yilmaz (’34, víti)
3-0 Hakan Calhanoglu (’46)
3-1 Davy Klaasen (’75)
3-2 Luuk De Jong (’77)
4-2 Burak Yilmaz (’81)

Gíbraltar 0 – 3 Noregur 
0-1 Alexander Sörloth (’43)
0-2 Kristian Thorstvedt (’45)
0-3 Jonas Svensson (’57)

Lettland 1 -2 Svartfjallaland 
1-0 Janis Ikaunieks (’40)
1-1 Stevan Jovetic (’41)
1-2 Stevan Jovetic (’83)

H-riðill 
Kýpur 0 – 0 Slóvakía 

Malta 1 – 3 Rússland 
0-1 Artem Dzyuba (’23)
0-2 Mario Fernandes (’35)
1-2 Joseph Mbong (’56)
1-3 Aleksandr Sobolev (’90)

Slóvenía 1 – 0 Króatía 
1-0 Sandi Lovric (’15)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

„Ef við erum ekki allir klárir geta þeir refsað“

„Ef við erum ekki allir klárir geta þeir refsað“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt
433Sport
Í gær

Myndasyrpa af æfingu landsliðsins í Laugardalnum – Arnar að undirbúa mikilvæga leiki

Myndasyrpa af æfingu landsliðsins í Laugardalnum – Arnar að undirbúa mikilvæga leiki