fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Sjáðu skilaboðin sem Knattspyrnusambandið sendi á Eið Smára

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 20:58

Eiður Smári Guðjohnsen. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla er komið til Düsseldorf í Þýskalandi og undirbúningur fyrir 500. leik liðsins frá upphafi er kominn á fullt, leik gegn Þjóðverjum í undankeppni HM 2022 á fimmtudag. Sama dag mætast hin liðin í riðlinum, annars vegar Liechtenstein og Armenía, hins vegar Rúmenía og Norður-Makedónía. Íslenska liðið æfði í gær og í dag og framundan eru æfingar og fundahöld undir stjórn nýs þjálfarateymis.

Leikurinn á fimmtudag fer fram á Schauinsland-Reisen Arena í Duisburg.

Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari liðsins virðist hafa tekið þátt í æfingu liðsins. Eiður Smári líkt og Arnar Þór Viðarsson eru að fara inn í sitt fyrsta verkefni liðsins.

Ögn meiri reynsla er í öðrum aðstoðarmanni, Lars Lagerback sem er mættur aftur en hann stýrði liðinu frá 2011 til 2016 en er nú aðstoðarmaður Arnars.

KSÍ birti skemmtilega mynd af Eiði Smára á æfingu liðsins í Þýskalandi í dag. „Eiður við vitum að þú ert enn með töfrana en núna ertu í þjálfaraliðinu,“ skrifaði sambandið á Twitter.

Færsluna má sjá hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði