fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Tjáði sig um ringulreiðina varðandi landsliðið í fyrra – „Fólk misskildi mig alveg“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 20:35

Mikael Neville

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Neville Anderson, leikmaður Midtjylland í Danmörku er með u-21 árs landsliði Íslands sem hefur leik í lokakeppni EM á fimmtudaginn.

Þetta verkefni u-21 árs landsliðs Íslands, sem er lokakeppni EM, markar endurkomu Mikaels í u-21 árs landsliðið. Athygli vakti á sínum tíma að Mikael tók ekki þátt í mikilvægum leikjum liðsins í undankeppni EM í fyrra.

Mikael útskýrði málið nánar í viðtali sem birtist í íþróttafréttatíma RÚV í kvöld.

„Þetta var svo flókið mál, ég var að ganga í gegnum erfiða tíma hjá Midtjylland og var ekki að spila eins mikið og ég hefði viljað. Það var bikarleikur hjá Midtjylland í landsleikjahléinu sem forráðamenn Midtjylland vildu að ég myndi spila til að koma mér aðeins nær liðinu,“ sagði Mikael í samtali við RÚV.

Hann segir að misskilningur í samskiptum hefðu verið aðal orsökin fyrir þeirri ringulreið sem skapaðist á þessum tíma. Sögusagnir spruttu upp á þessum tíma þess efnis að Mikael hefði ekki áhuga á að spila fyrir liðið þar sem hann hefði spilað með A-landsliðinu áður.

„Ég talaði við Adda (Arnar Þór, þjálfara u-21 á þessum tíma) eftir á og það eina sem hann sagði að ég hefði átt að gera var að hringja í hann. Ég talaði reyndar bara við Erik Hamrén (þjálfara A-landsliðs) á þeim tíma, þá kom upp misskilningur og hann kannski taldi að mig langaði ekki að spila fyrir u-21 árs landsliðið sem er alls ekki satt. Fólk misskildi mig alveg, fólk þekkir mig ekki eins vel og það þekkir aðra,“ sagði Mikael Neville Anderson, leikmaður u-21 árs landsliðs Íslands í samtali við RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“