fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
433Sport

Beckham segir Solskjær hafa unnið „Ótrúlegt starf“ hjá Manchester United

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi eigandi Inter Miami, telur að Ole Gunnar Solskjær, hafi unnið ‘ótrúlegt starf’ hjá Manchester United.

Beckham segist hafa tekið eftir gagnrýninni sem Solskjær hefur þurft að sitja undir en hann hefur engar áhyggjur af knattspyrnustjóranum.

„Ole hefur verið það lengi í knattspyrnuheiminum að hann getur tekið hvaða gagnrýni sem er. Hann er þögull og einbeitir sér að sínu starfi og ég tel að hann hafi unnið ótrúlegt starf hjá Manchester United,“ sagði David Beckham.

Manchester United situr í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

„Úrslitin eru farin að sýna það (að hann hafi unnið ótrúlegt starf) og vonandi heldur það þannig áfram vegna þess að stuðningsmennirnir elska Ole, við elskum öll Ole og viljum að honum vegni vel,“ sagði Beckham í viðtali við ESPN

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bikiní-bomban ratar á forsíðurnar eftir að eiginmaður hennar skipti um vinnu

Bikiní-bomban ratar á forsíðurnar eftir að eiginmaður hennar skipti um vinnu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Postecoglou með tvö spennandi tilboð á borðinu

Postecoglou með tvö spennandi tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tapaði 830 milljónum á svindli en gæti nú þurft að borga skatta vegna þess

Tapaði 830 milljónum á svindli en gæti nú þurft að borga skatta vegna þess
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt hafa reynt og reynt við Donnarumma án árangurs

United sagt hafa reynt og reynt við Donnarumma án árangurs
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd