fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Guðlaugur Victor: „Ég gaf aldrei upp vonina“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 10:46

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Victor Pálsson verður að öllum líkindum í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

Íslenska liðið hefur leik í undankeppni HM á fimmtudag, ljóst er að verkefnið er ærið þegar liðið heimsækir Þýskaland. Liðið leikur þrjá leiki í þessu verkefni en á eftir koma leikir við Armeníu og Liechtenstein.

Guðlaugur Victor fékk í fyrsta sinn stórt hlutverk í landsliðinu undir stjórn Erik Hamren, þá sem bakvörður en nú bendir allt til þess að hann verði á miðjunni sem er hans náttúrulega staða.

„Maður fer upp og niður í fótboltanum og maður hefur ekki alltaf allt í eigin höndum. En ég hef bara unnið mjög hart að því að komast aftur í landsliðshópinn og stimpla mig svo inn í hann. Hvort sem það er í hægri bakverði eða á miðjunni, það skiptir mig í raun ekki neinu máli,“ segir Guðlaugur í samtali við RÚV um stöðu máli

Guðlaugur beið þolinmóður eftir tækifærinu í landsliðinu og gafst ekki upp.

„En fyrir mitt leyti er það bara að ég hef haft skýr markmið og mig hefur alltaf langað til að vera mikilvægur partur af íslenska landsliðinu. Ég gaf aldrei upp vonina á því. Þó ég hafi kannski ekki verið lengi í liðinu á þeim tíma. Núna hef ég verið í kringum liðið í nokkur ár og er að berjast fyrir því að vera í byrjunarliðinu. Ég fékk marga leiki hjá síðasta þjálfarateymi og ég stefni að því sama hjá núverandi þjálfurum,“ sagði Guðlaugur Victor við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Í gær

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Í gær

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það