fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Segir að United eigi að reka Solskjær ef honum mistekst þetta

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 10:14

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Murphy sérfræðingur um enska boltann og fyrrum leikmaður Liverpool telur að Ole Gunnar Solskjær verði rekinn úr starfi hjá Manchester United ef hann vinnur ekki Evrópudeildina.

United féll úr leik í enska bikarnum um liðna helgi, liðið féll úr leik í átta liða úrslitum gegn Leicester.

Solskjær hefur farið langt í flestum útsláttarkeppnum en rennur oftar en ekki á rassinn þegar úrslitaleikurinn nálgast.

„Þeir geta ekki kennt þreytu um frammistöðuna gegn Leicester, að United sé að berjast í Evrópudeildinni er ekki gott. Félagið veit það og Ole Gunnar veit það,“ sagði Murphy.

„Ég kann vel við Solskjær og ég vil ekki sjá stjóra missa starfið. Liðið hefur bætt sig en Manchester United verður að gera betur. Að komast ekki áfram í Meistaradeildinni var högg fyrir þá. Þeir verða í efstu fjórum sætunum en þar eiga þeir líka að vera.“

United er komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Granada.

„Ef liðið vinnur ekki Evrópudeildina, verða bara í topp fjórum og búið. Þá eiga þeir að skipta um þjálfara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði