fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Segir Solskjær verða rekinn ef Manchester United vinnur ekki Evrópudeildina – „Manchester United á að vera gera betur“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 22. mars 2021 19:03

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pressan er farin að aukast á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United eftir að liðið féll úr leik í enska bikarnum eftir 3-1 tap gegn Leicester City í gær.

Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Liverpool og Fulham, telur að Solskjær verði rekinn takist honum ekki að vinna Evrópudeildina sem er auðveldasta leið Manchester United að titli þetta tímabilið.

„Það að Manchester United sé að keppa í Evrópudeildinni er ekki nógu gott fyrir félagið, fyrst og fremst vita stuðningsmenn liðsins það en Solskjær veit það líka,“ sagði Danny Murphy í viðtali á TalkSport.

Manchester United féll úr leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, á litla sem enga möguleika á sigri í ensku úrvalsdeildinni og er úr leik í bikarkeppnum á Englandi.

„Mér líkar við hann (Solskjær), ég vil ekki sjá knattspyrnustjóra rekna og ég tel að liðið hafi tekið framfaraskref en Manchester United á að vera gera betur.“

„Ef liðið vinnur ekki Evrópudeildina og endar bara í topp fjórum sætunum í ensku úrvalsdeildinni, tel ég að það muni verða stjórabreytingar,“ sagði Danny Murphy á Talksport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Í gær

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi