fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Arnar Þór um fjarveru Gylfa Þórs: „Þegar börnin mín fæddust, það er ekkert stærra í lífinu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. mars 2021 09:51

Arnar Þór Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið er nú að koma saman í Þýskalandi fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM 2022. Íslenska liðið varð fyrir gríðarlegri blóðtöku í gær þegar Gylfi Þór Sigurðsson afboðaði komu sína í landsleikina þrjá sem fram undan eru. Ástæðan er sú að eiginkona Gylfa á von á þeirra fyrsta barni á allra næstu dögum.

Blóðtakan fyrir Ísland er gríðarleg enda Gylfi verið yfirburðar besti leikmaður liðsins í mörg ár. Gylfi hefur verið leiðandi í markaskorun en áður var ljóst að Alfreð Finnbogason yrði fjarverandi.

Arnar Þór Viðarsson er að fara inn í sína fyrstu landsleiki og ljóst er að það gerir verkefni hans mikið mun erfiðara að hafa ekki Gylfa Þór og Alfreð til taks.

Arnar Þór ræðir fjarveru Gylfa í samtali við RÚV. „Fyrir landsliðið var þetta slæmur dagur. Gylfi þurfti að draga sig út úr hópnum. En það er nú einu sinni þannig að í lífinu eru ákveðnir hlutir sem eru mikilvægari en fótbolti og þar er fjölskyldan númer eitt. Við vissum að þetta gæti gerst því við vissum að Gylfi og eiginkona hans eiga von á barni. Við erum náttúrulega svekktir að Gylfi geti ekki verið með okkur en erum mjög ánægðir fyrir þeirra hönd að nýr kafli í þeirra lífi sé að hefjast,” segir Arnar Þór við RÚV.

Arnar segir ekkert stærra í þessu lífi en þegar börnin komi í heiminn. „Maður veit það bara sjálfur, þegar börnin mín fæddust, það er ekkert stærra í lífinu heldur en það. Það eru hlutir sem eru mikilvægari en fótbolti, þó ótrúlegt megi virðast,” segir Arnar Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísak Snær til Lyngby

Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum