fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Segir myndir af gosinu hjálpa til við landkynningu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. mars 2021 08:00

Geldingadalur. Mynd:Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að fréttir af tiltölulega skaðlausu eldgosi, sem líti fallega út á myndum, hjálpi alveg örugglega til við landkynningu og nýtist almennt í markaðssetningu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir honum að hann viti ekki hversu mikið þetta ýti undir ferðir fólks hingað til lands í sumar en reynsla sé á því að atburðir sem þessir geti vakið mikinn áhuga á landinu.

Í því sambandi má nefna að gosin í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi fengu mikla umfjöllun fjölmiðla erlendis og eru talin hafa ýtt undir ferðir margra hingað til lands.

Þetta hlýtur að laða fólk að. Mynd:Sigtryggur Ari

 

 

 

 

 

 

 

Haft er eftir Jóhannesi að gosið hafi nú þegar haft áhrif á ýmis ferðaþjónustufyrirtæki og þá ekki síst þyrlufyrirtækin sem anni ekki eftirspurn eftir útsýnisflugi yfir gosstöðvarnar. „Áhrifin af gosinu eru þess vegna jákvæð á ýmsa lund, en ég treysti mér ekki til að segja hverju það skili þegar upp er staðið,“ er haft eftir honum.

Þetta er tilkomumikið. Mynd:Sigtryggur Ari

Hann sagði að fyrirtæki í ferðaþjónustunni séu byrjuð að nota myndir af gosinu til almennrar landkynningar. „Mikilfenglegar myndir af eldgosum fara fljótt á flug um heiminn, þar sem ógurleg fegurð náttúrunnar í sinni hrikalegustu mynd hefur mikil áhrif. Þetta vekur alltaf mikla athygli og hún nýtist okkur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“
Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum