fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Þekkt íhaldskona lætur Cardi B heyra það – „Þú ert krabbamein fyrir menninguna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. mars 2021 08:56

Cardi B og Candace Owens.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cardi B og Candace Owens eru í svakalegu Twitter-stríði. Þetta byrjaði allt á því að Candace, sem er ötull talsmaður íhaldsstefnu í Bandaríkjunum, gagnrýndi tónlistaratriði Cardi B og Megan Thee Stallion á Grammy-verðlaunahátíðinni.

Candace, sem er einnig rithöfundur og stjórnmálaskýrandi, tjáði sig um atriðið í þætti Tucker Carlson á Fox News á mánudaginn síðastliðinn.

„Þetta virðist vera árás á bandarísk gildi, bandarískar hefðir,“ sagði Candace. Hún segir Cardi B hvetja börn til þess að „sækjast eftir hlutum sem eru fáránlegir.“

„Það er ekki feðraveldið sem heldur ungum konum niðri. Það eru sýningar eins og þessar, sýningar með blygðunarlausri nekt og kynlífsvæðingu, sem halda konum niðri í samfélaginu,“ sagði hún.

Daginn eftir viðtalið deildi Cardi B klippu úr þættinum á Twitter og skrifaði: „Jeiiiii VIÐ KOMUMST Á FOX NEWS!!! Wap wap wap.“

Candace svaraði Cardi B og sagði: „Merktu mig @ bara næst. Þú ert krabbamein fyrir menninguna. Þú ert að eitra huga ungra svartra stúlkna með einhverju sem þú ert að reyna að selja sem „valdeflandi“. Ég er ein þeim af fáu sem þorir að segja þér satt. Þú ættir að þakka mér.“

Cardi B þakkaði Candace. „Reyndar, ætla ég að þakka Candy. Hún sýndi atriðið á Fox News sem skilaði fleiri áhrofum á YouTube og það telur í streymi og í sölu. Streymið WAP. Og munið, fullorðnir foreldrar, að aðeins þið getið stjórnað því hvað börnin ykkar horfa á, enginn annar.“

Cardi B stoppaði ekki þarna, heldur fann hún og endurbirti gamalt tíst frá Candace þar sem sú síðarnefnda kvaðst vera aðdáandi hennar þegar rapparinn var í raunveruleikaþættinum Love & Hip Hop.

Candace sagðist ekki lengur vera aðdáandi Cardi B, en sagði hana miklum hæfileikum gædda. „Þú varst skemmtileg og fyndin, en þú ert ekki það lengur. Þú ert búin að saurga menninguna og hvað það þýðir að vera kona.“

Rifrildi þeirra var þó hvergi nær lokið og héldu þær áfram að bítast klukkutímum saman. Á einum tímapunkti sagði Candace að Cardi ætti að „gera betur“ og Cardi sagði Candace: „ÞÚ ÞARNAST MÍN. ÉG ÞARFNAST ÞÍN EKKI.“

Cardi B birti síðan annað gamalt tíst frá Candace um að eiginmaður Candace hafi haldið framhjá henni. Candace sagði það vera „photoshop“ og hótaði lögsókn.  Cardi B hefur eytt nánast öllum tístunum en ekki Candace.

Eitt er þó víst, þessar deilur þeirra eru rétt að byrja.

https://www.youtube.com/watch?v=GZJN2ugv09E

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu