Óhugnalegt atvik átti sér stað undir lok leiks hjá Wolves og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Rui Patricio fékk þungt höfuðhögg eftir samstuð við liðsfélaga sinn Conor Coady og þurfti á langri aðhlynningu að halda.
Mikil umræða hefur sprottið upp í kjölfarið á samfélagsmiðlum en í aðdraganda samstuðsins var leikmaður Liverpool rangstæður.
Sú umdeilda lína hefur verið dregin hjá knattspyrnudómurum í ensku úrvalsdeildinni að lyfta ekki flagginu upp í rangstöðu, fyrr en niðurstaða hefur náðst í sóknina.
Ef aðstoðardómarinn hefði lyft flagginu upp strax þá hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir samstuðið.
„Rui Patricio er borinn af velli á sjúkrabörum með súrefnisgrímu á sér. Atvikið mun skapa mikla umræðu um það að aðstoðardómarar lyfti ekki upp flagginu fyrr en niðurstaða hefur náðst í sóknina,“ skrifaði Henry Winter, blaðamaður hjá Times á Twitter.
Rui Patricio being carried away now on a stretcher, oxygen mask on. The incident will intensify debate about assistants not raising their offside flag until conclusion of move.
— Henry Winter (@henrywinter) March 15, 2021