fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir samstuðið – Aðstoðardómarinn beið með að lyfta upp flagginu

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 15. mars 2021 22:12

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnalegt atvik átti sér stað undir lok leiks hjá Wolves og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Rui Patricio fékk þungt höfuðhögg eftir samstuð við liðsfélaga sinn Conor Coady og þurfti á langri aðhlynningu að halda.

Mikil umræða hefur sprottið upp í kjölfarið á samfélagsmiðlum en í aðdraganda samstuðsins var leikmaður Liverpool rangstæður.

Sú umdeilda lína hefur verið dregin hjá knattspyrnudómurum í ensku úrvalsdeildinni að lyfta ekki flagginu upp í rangstöðu, fyrr en niðurstaða hefur náðst í sóknina.

Ef aðstoðardómarinn hefði lyft flagginu upp strax þá hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir samstuðið.

„Rui Patricio er borinn af velli á sjúkrabörum með súrefnisgrímu á sér. Atvikið mun skapa mikla umræðu um það að aðstoðardómarar lyfti ekki upp flagginu fyrr en niðurstaða hefur náðst í sóknina,“ skrifaði Henry Winter, blaðamaður hjá Times á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru