fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Meiðslamartröð Hazard hjá Real Madrid ætlar engan endi að taka – Ótrúleg tölfræði hvað meiðsli varðar

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 15. mars 2021 19:46

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er meiddur enn á ný. Þetta staðfesti Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid.

Hazard sneri aftur í lið Real Madrid um seinustu helgi eftir meiðsli. Hann spilaði 15 mínútur en er nú aftur kominn á meiðslalista Real Madrid með vöðvameiðsli en talið er að hann geti verið frá í allt að 4-6 vikur.

Hazard gekk til liðs við Real Madrid frá Chelsea í júlí árið 2019. Kaupverðið var talið vera í kringum 115 milljónir evra.

Síðan þá hefur Hazard meira eða minna verið meiddur. Hann hefur spilað 36 leiki fyrir Real Madrid, skorað 4 mörk og gefið 7 stoðsendingar.

Goal.com hefur tekið saman þann dagafjölda sem Hazard hefur verið frá vegna meiðsla hjá Real Madrid. Á einu og hálfu tímabili hefur hann verið frá í 362 daga vegna meiðsla.

Það er umtalsvert meiri dagafjöldi en hjá Chelsea þar sem hann spilaði í sjö tímabil. Þá var hann alls frá í 198 daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann