Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er meiddur enn á ný. Þetta staðfesti Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid.
Hazard sneri aftur í lið Real Madrid um seinustu helgi eftir meiðsli. Hann spilaði 15 mínútur en er nú aftur kominn á meiðslalista Real Madrid með vöðvameiðsli en talið er að hann geti verið frá í allt að 4-6 vikur.
Hazard gekk til liðs við Real Madrid frá Chelsea í júlí árið 2019. Kaupverðið var talið vera í kringum 115 milljónir evra.
Síðan þá hefur Hazard meira eða minna verið meiddur. Hann hefur spilað 36 leiki fyrir Real Madrid, skorað 4 mörk og gefið 7 stoðsendingar.
Goal.com hefur tekið saman þann dagafjölda sem Hazard hefur verið frá vegna meiðsla hjá Real Madrid. Á einu og hálfu tímabili hefur hann verið frá í 362 daga vegna meiðsla.
Það er umtalsvert meiri dagafjöldi en hjá Chelsea þar sem hann spilaði í sjö tímabil. Þá var hann alls frá í 198 daga.
In seven seasons at Chelsea, Eden Hazard missed 198 days through injury
In a season-and-a-half at Real Madrid, Eden Hazard has missed 362 days through injury/illness pic.twitter.com/IZsUWV57h6
— Goal (@goal) March 15, 2021