Ensk blöð segja frá því að fundað verði um framtíðina í herbúðum Manchester United í vikunni, Ole Gunnar Solskjær mun þá funda með John Murtough nýjum yfirmanni knattspyrnumála. Darren Fletcher sem er tæknilegu ráðgjafi og Matt Judge sem sér um að ræða um kaupverð og launamál verður einnig til staðar.
Ljóst er að einhverjar breytingar verða á leikmannahópi United en líkur eru á að nokkrir leikmenn yfirgefi herbúðir félagsins.
Ensk blöð segja að United geti sparað sér um 920 þúsund pund á viku með því að losa sig við David De Gea, Edinson Cavani, Juan Mata, Jesse Lingard og Phil Jones í sumar.
Möguleiki er á að United losi sig við De Gea í sumar ef Ole Gunnar Solskjær ætlar að veðja á Dean Henderson í markinu, De Gea þénar 375 þúsund pund á viku og er launahæsti leikmaður félagsins.
Cavani þénar 210 þúsund pund á viku samkvæmt fréttum og eru allar líkur á að hann fari til Argentínu í sumar. Jesse Lingard er með um 100 þúsund pund á viku, hann er í láni hjá West Ham og hefur staðið sig vel. Líklegt er að eitthvað félag reyni að kaupa Lingard í sumar.
Juan Mata þénar 160 þúsund pund á viku en samningur hans er á enda í sumar, ekki verður framlengt við hann.Phil Jones er með um 75 þúsund pund á viku en hann hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna meiðsla
Þá er sá möguleiki fyrir hendi að Paul Pogba fari í sumar en hann þénar 290 þúsund pund á viku og hefur ekki viljað framlengja samning sinn.